Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 409/2020

Nr. 409/2020 30. apríl 2020

AUGLÝSING
um fyrirkomulag prófa, námsmats og gjaldtöku fyrir próftöku við Háskólann á Akureyri á vormisseri 2020.

Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur samþykkt eftirfarandi bókun vegna námsmats á vor­misseri 2020:

  1. Boðið verður upp á aukapróftímabil í ágúst, dagana 17.–21. ágúst 2020.
  2. Próftökugjald verður ekki innheimt fyrir próftöku á aukapróftímabili né lokaverkefni sem skilað er í ágúst 2020.
  3. Skrásetningargjald verður ekki innheimt vegna próftöku á aukapróftímabili eða skilum loka­verkefna í ágúst 2020 ef nemandi heldur ekki áfram námi á haustmisseri 2020.
  4. Ekki verður óskað eftir veikindavottorðum vegna fjarveru nemenda í prófum á vormisseri 2020.
  5. Opnað verður fyrir skráningu til próftöku á aukapróftímabili þann 5. júní og er skráning opin til 19. júní 2020. Próftafla verður í sömu röð og í maí prófum og liggur fyrir á næst­unni.
  6. Ákvæði f-liðar 5. gr. reglna nr. 921/2018 um námsmat fyrir Háskólann á Akureyri um að nemanda sé einungis heimilt að endurtaka próf í hverju námskeiði einu sinni gildir ekki að þessu sinni og er nemendum heimilt að endurtaka próf tvisvar. Nemendur eru hvattir til að ljúka námskeiðum vormisseris í ágúst prófatíð í stað þess að fresta þeim til vormisseris 2021.
  7. Nemendur sem ná ekki tilskilinni lágmarkseinkunn á reglulegu próftímabili geta nýtt sér próftöku á aukapróftímabili í ágúst.

Auglýsing þessi, sem háskólaráð hefur samþykkt, er birt með stoð í lögum nr. 85/2008 um opin­bera háskóla og taka ákvæði hennar þegar gildi.

 

Háskólanum á Akureyri, 30. apríl 2020.

 

Eyjólfur Guðmundsson rektor.


B deild - Útgáfud.: 4. maí 2020