Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1483/2021

Nr. 1483/2021 20. desember 2021

REGLUGERÐ
um (2.) breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19, nr. 1240/2021.

1. gr.

2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Einstaklingur sem er með staðfesta sýkingu af COVID-19 skal vera í einangrun í 10 daga frá greiningu. Læknum COVID-19 göngudeildar Land­spítala er heimilt að stytta eða lengja einangrun á grundvelli læknisfræðilegs mats. Að öðru leyti fer um afléttingu einangrunar eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis, sbr. fylgiskjal 2.

 

2. gr.

8. gr. a reglugerðarinnar fellur brott.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12., 13., 14. og 18. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, með síðari breytingum, tekur þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 20. desember 2021.

F.h. heilbrigðisráðherra,

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 21. desember 2021