Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 406/2025

Nr. 406/2025 26. mars 2025

REGLUGERÐ
um (45.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.

1. gr.

Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í III. kafla, I. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar, öðlast eftir­taldar ESB-gerðir gildi hér á landi:

  1. Framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/177 frá 11. febrúar 2020 um breytingu á tilskipunum ráðsins 66/401/EBE, 66/402/EBE, 68/193/EBE, 2002/55/EB, 2002/56/EB og 2002/57/EB, tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 93/49/EBE og 93/61/EBE og framkvæmdartilskipunum 2014/21/ESB og 2014/98/ESB að því er varðar plöntuskaðvalda á fræjum og öðru plöntufjölgunarefni. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 260/2024 frá 6. desember 2024. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 552. Reglugerðin skal gilda með þeim aðlögunum sem fram koma í ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 260/2024.
  2. Framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1648 frá 23. september 2022 um breytingu á tilskipun 2003/91/EB að því er varðar undanþágu fyrir lífrænt ræktuð yrki grænmetistegunda sem henta til lífrænnar framleiðslu. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 261/2024 frá 6. desember 2024. Tilskipunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 10 frá 20. febrúar 2025, bls. 629.

 

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáð­vöru.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Atvinnuvegaráðuneytinu, 26. mars 2025.

 

Hanna Katrín Friðriksson.

Svava Pétursdóttir.


B deild - Útgáfud.: 14. apríl 2025