Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 427/2021

Nr. 427/2021 20. apríl 2021

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, nr. 404/2021.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:

  1. c-liður 1. mgr. verður svohljóðandi: Skemmtana, svo sem einkasamkvæma, fermingar­veislna o.þ.h., sbr. þó 5. gr.
  2. Orðin „svo sem söfnum“ í 2. mgr. falla brott.
  3. 4. mgr. verður svohljóðandi:
      Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. er allt að 100 gestum heimilt að vera viðstaddir athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga og sviðslistar-, menningar- og íþróttaviðburði, ráðstefnur, fyrirlestra eða sambærilega viðburði, að uppfylltum öllum eftirfarandi skilyrðum:
    1. Allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum.
    2. Allir gestir séu skráðir, a.m.k. nafn, kennitala og símanúmer. Skráin skal varðveitt í tvær vikur og eytt að þeim tíma liðnum.
    3. Allir gestir noti andlitsgrímu nema þegar neytt er drykkjar- eða neysluvöru.
    4. Tryggt sé að fjarlægð milli ótengdra gesta sé a.m.k. 1 metri.
    5. Áfengisveitingar séu ekki heimilar.
    6. Skipuleggjendum viðburða er skylt að tryggja þegar gestir eru ekki í sætum, svo sem fyrir og eftir viðburð og í hléi, að ekki komi fleiri saman en 20 manns og virt sé 2 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra aðila.
    7. Þrátt fyrir að heimilt sé að hafa hlé á viðburðum skal biðja gesti um að halda kyrru fyrir í sætum sínum.
    8. Sala eða boð um veitingar er ekki heimil í hléi.
    Sé eitthvert ofangreindra skilyrða ekki uppfyllt er hámarksfjöldi á viðburði 20 manns í hverju rými.
  4. Á undan 5. mgr. bætist ný málsgrein sem verður 5. mgr., svohljóðandi:
      Þrátt fyrir 1. og 2. mgr. er söfnum heimilt að taka á móti helmingi af hámarksfjölda móttökugetu hvers safns og skulu gestir skráðir með nafni, kennitölu og símanúmeri.

 

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað tölunnar „20“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: 30.
  2. Orðin „en búnaður skal ekki fara á milli notenda í sama hóptíma og skal sótthreinsaður fyrir og eftir æfingu“ í 6. málsl. 3. mgr. falla brott.
  3. 6. mgr. fellur brott.
  4. 5.–10. málsl. 8. mgr. falla brott.
  5. Á eftir 8. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
      Þrátt fyrir 1. mgr. 3. gr. er tjaldstæðum heimilt að taka við helmingi af hámarksfjölda móttökugetu hvers svæðis og gæta skal að sóttvarnaráðstöfunum á sameiginlegum þjón­ustu­­svæðum.

 

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997, tekur þegar gildi.

 

Heilbrigðisráðuneytinu, 20. apríl 2021.

 

F. h. r.

Ásta Valdimarsdóttir.

Ásthildur Knútsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 21. apríl 2021