Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1172/2019

Nr. 1172/2019 10. desember 2019

GJALDSKRÁ
Hitaveitu Flúða.

1.    Almennt.

Verðskrá þessi gildir fyrir veitusvæði Hitaveitu Flúða.

Skattur á smásöluverð á heitu vatni samkvæmt lögum um umhverfis- og auðlindaskatta og virðisaukaskattur samkvæmt gildandi reglum um virðisaukaskatt bætast við gjöld samkvæmt gjald­skrá þessari miðað við gildandi reglur á hverjum tíma.

2.    Varmaorka.

2.1 Fast gjald er háð afköstum rennslismælis en óháð töxtum að öðru leyti.

Fast gjald á mæli kr./dag
Mælastærð DN 15 50,81
Mælastærð DN 20 62,46
Mælastærð DN 25 81,65
Mælastærð DN 32 103,05
Mælastærð DN 40 122,95
Mælastærð DN 50 205,19

Fasta gjaldinu er dreift niður á tímabil reikninga.

2.2 Rúmmetragjald.

Varmaorka er afhent í formi heits vatns sem selt er samkvæmt rúmmetramælingu. Ekki er veittur afsláttur vegna takmörkunar á afhendingu varmaorku og/eða lækkunar á hita vatnsins.

H 1. Almenn heitavatnsnotkun.

Taxtinn gildir fyrir upphitun, almenna heimilisnotkun og snjóbræðslu.

Sala um mæli kr./m³
Rúmmetragjald skv. mælingu 90,90

H 2.

Taxtinn gildir fyrir iðnaðarfyrirtæki og landbúnað.

Atvinnufyrirtæki til framleiðslu 73,00

H 3.

Taxtinn gildir fyrir gróðurhús sem framleiða garðyrkjuafurðir.

Garðyrkja 32,98

H 4. Heimæðagjöld.

Heimæðagjöld skiptast eftir málstærð heimtaugar.

Heimæðagjöld – almenn kr.   
Málstærð DN 20 mm 219.674
Málstærð DN 25 mm 270.539
Málstærð DN 32 mm 406.274
Málstærð DN 40 mm 811.107
Málstærð DN 50 mm 1.346.905

Heimæðagjöld fyrir stærri inntök en 50 mm skal reikna sérstaklega.

Gjald fyrir hvern lengdarmetra í heimæð, umfram 25 m er 1% af heimæðagjaldi.

Heimæðagjöld á svæðum þar sem ekki er hitaveita fyrir skal reikna sérstaklega.

Heimæðagjöld – sumarhús kr.   
20 mm 531.402
25 mm 950.851

Heimæðagjöld fyrir lengri heimæðar en 25 m skal reikna sérstaklega.

Heimæðagjöld á svæðum þar sem ekki er hitaveita fyrir skal reikna sérstaklega.

Þar sem heimæðagjöld og stofngjöld reiknast sérstaklega greiðast þau þannig að við upphaf verksins greiðist 65% af kostnaðaráætlun og 35% greiðist þegar lagningu er lokið.

3.    Önnur gjöld og ákvæði.

Gjald fyrir aukaálestur hjá notanda 2.433 kr.
Lokunargjald 4.730 kr.

Við stækkun atvinnuhúsnæðis skal semja sérstaklega um gjald vegna stækkunar á heimtaugum og aukningu á vatnsnotkun.

Þeir sem taka vatn gegnum gróðurhús til upphitunar á pökkunar- og geymsluhúsnæði, skulu greiða fast gjald sem hér segir:

Fyrir hvern m³ húsnæðis á mánuði 33,97 kr.

Gjaldskrá þessi sem samþykkt er af sveitarstjórn Hrunamannahrepps 7. nóvember 2019 er hér með staðfest samkvæmt orkulögum nr. 58/1967, með síðari breytingum, til að öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Jafnframt er úr gildi felld eldri gjaldskrá sama efnis, nr. 96/2019.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 10. desember 2019.

F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Hreinn Hrafnkelsson.


B deild - Útgáfud.: 19. desember 2019