Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 40/2018

Nr. 40/2018 9. janúar 2018

REGLUGERÐ
um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um starfsemi lánshæfismatsfyrirtækja.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um starfsemi lánshæfismatsfyrirtækja sem starfa samkvæmt lögum nr. 50/2017 um lánshæfismatsfyrirtæki.

2. gr.

Innleiðing reglugerða.

Eftirfarandi reglugerðir Evrópusambandsins um starfsemi lánshæfismatsfyrirtækja skulu gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem leiðir af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 205/2016 frá 30. september 2016, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 13 frá 23. febrúar 2017, bls. 57-62:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 272/2012 frá 7. febrúar 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar gjöld sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin innheimtir af lánshæfismatsfyrirtækjum, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 742-746.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 446/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um tæknilega eftirlits­staðla um inntak og form reglubundinna skýrslna með matsgögnum sem láns­hæfismats­fyrirtækjum ber að leggja fram til Evrópsku verðbréfamarkaðs­eftirlitsstofnunar­innar, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 747-758.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 447/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 um láns­hæfis­mats­fyrirtæki þar sem mælt er fyrir um tæknilega eftirlitsstaðla við mat á því hvort aðferð við lánshæfismat uppfylli skilyrði, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 759-761.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 448/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla um framsetningu upplýsinganna sem lánshæfismatsfyrirtæki skulu gera aðgengilegar í miðlægu gagnasafni sem komið er á fót af Evrópsku verðbréfa­markaðs­eftirlits­stofnuninni, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 762-776.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 449/2012 frá 21. mars 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um skráningarupplýsingar og vottun lánshæfismatsfyrirtækja, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 781-801.
  6. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 946/2012 frá 12. júlí 2012 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1060/2009 að því er varðar starfsreglur um sektir sem Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin leggur á lánshæfis­mats­fyrirtæki, þ.m.t. reglur um rétt til varnar og tímabundin ákvæði, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 57 frá 13. október 2016, bls. 777-780.

3. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 50/2017, um lánshæfismatsfyrirtæki, og öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 9. janúar 2018.

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Erna Hjaltested.


B deild - Útgáfud.: 24. janúar 2018