Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1123/2023

Nr. 1123/2023 23. október 2023

REGLUGERÐ
um (2.) breytingu á reglugerð nr. 637/2021 um gildistöku framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2236 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af lagardýrum og af tilteknum lagardýraafurðum og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð (dýraheilbrigði).

1. gr.

Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 3. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/516 frá 8. mars 2023 um breyt­ingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/2236 að því er varðar fyrirmynd að dýra­heilbrigðis­vottorði vegna komu sendinga af lagardýrum, sem eru ætlaðar fyrir tilteknar lagar­eldisstöðvar, til sleppingar út í náttúruna eða í öðrum tilgangi, inn í Sambandið, þó ekki til beinnar neyslu.

 

2. gr.

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/516 sem nefnd er í 1. gr. er birt í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 10/2023.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 54/1990, um innflutning dýra, lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995, um matvæli, lögum nr. 66/1998, um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 60/2006, um varnir gegn fisk­sjúkdómum og lögum nr. 71/2008, um fiskeldi.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 23. október 2023.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Iðunn María Guðjónsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 26. október 2023