Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1011/2018

Nr. 1011/2018 7. nóvember 2018

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 816/2011, um hafnarríkiseftirlit, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi töluliðir bætast við IV. viðauka reglugerðarinnar:

  1. [Hér á að vera eyða, sjá þó 28. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1257/2013 um endurvinnslu skipa og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 1013/2006 og tilskipun 2009/16/EB.]
  2. Samræmingarskjal sem gefið er út í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 frá 29. apríl 2015 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun kol­tvísýrings frá sjóflutningum og um breytingu á tilskipun 2009/16/EB.

2. gr.

Innleiðing á EES-gerðum.

Reglugerð þessi er sett til innleiðingar á 25. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/757 frá 29. apríl 2015 um vöktun, skýrslugjöf og sannprófun á losun koltvísýrings frá sjóflutningum og um breytingu á tilskipun 2009/16/EB.

3. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 14. gr., sbr. 4. mgr. 1. gr. laga nr. 47/2003, um eftirlit með skipum, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 7. nóvember 2018.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Björn Freyr Björnsson.


B deild - Útgáfud.: 21. nóvember 2018