Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 115/2016

Nr. 115/2016 10. febrúar 2016

AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi Helgafellshverfis í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 26. ágúst 2015 samþykkt breytingar á deiliskipulagi 1. áfanga Helgafellshverfis eftir meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingarnar varða lóðina Gerplustræti 1-5 og felast í fjölgun íbúða úr 26 í 31, fækkun stigahúsa úr þremur í eitt, hækkun mið- og vesturhluta húss um allt að 90 cm, tilslökun á kröfum um bílastæði og skilgreiningu byggingarreits fyrir bílakjallara. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við frágang uppdráttar og var lagfærður uppdráttur lagður fyrir bæjarstjórn 3. febrúar 2016.
Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið tilskilda meðferð samkvæmt skipulagslögum og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 10. febrúar 2016,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 11. febrúar 2016