1. gr.
Við 1. málsl. 2. gr. fyrirmælanna bætist: og eingöngu heimil þeim sem eru syndir.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 4. gr. fyrirmælanna:
- 4. mgr. 4. gr. um almenn fyrirmæli orðist svo: Gestir með hverjum leiðsögumanni skulu ekki vera fleiri en þrír hverju sinni við köfun í Silfru.
- 5. mgr. 4. gr. orðist svo: Í yfirborðsköfun skal vera einn leiðsögumaður með hverjum sex gestum í yfirborðsköfun. Ferðaþjónustufyrirtæki bera ábyrgð á því að tryggja að gestir sem fara í yfirborðsköfun séu syndir og hafi líkamlega og andlega burði til að stunda yfirborðsköfun í Silfru.
3. gr.
9. mgr. 5. gr. fyrirmælanna orðist svo: Ferðaþjónustufyrirtæki bera ábyrgð á því að tryggja að gestir sem fara í köfun séu syndir og hafi líkamlega og andlega burði til að stunda köfun í Silfru. Kafarar, sem kafa í þurrbúningi, skulu framvísa þurrbúningaskírteini eða framvísa skriflegri staðfestingu á 10 þurrbúningaköfunum á síðustu tveimur árum. Staðfestingin skal vera vottuð af alþjóðlega viðurkenndum köfunarkennurum/köfunarsamtökum. Óheimilt er að kafa í Silfru (scuba diving) í blautbúningi.
4. gr.
Gildistaka.
Fyrirmæli þessi eru sett samkvæmt 4. gr. reglugerðar um köfun nr. 535/2001 og taka gildi við birtingu.
Samgöngustofu, 13. mars 2017.
Halla S. Sigurðardóttir, staðgengill forstjóra.
Kristín Helga Markúsdóttir.
|