Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 359/2016

Nr. 359/2016 28. apríl 2016

AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi Helgafellshverfis í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 16. desember 2015 samþykkt breytingar á deiliskipulagi 1. áfanga Helgafellshverfis eftir meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingarnar varða lóðina Gerplustræti 7-11 og felast í fjölgun íbúða úr 22 í 25, og tilslökun á kröfum um bílastæði þannig að fyrir hverja íbúð 70 m² og minni skuli vera 1,5 stæði innan lóðar sem megi öll vera ofanjarðar. Sýndir eru byggingarreitir fyrir bílakjallara og gerð grein fyrir fjölgun bílastæða ofanjarðar innan lóðar.
Breytingarnar hafa hlotið tilskilda meðferð samkvæmt skipulagslögum og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 28. apríl 2016,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 2. maí 2016