Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 917/2019

Nr. 917/2019 21. október 2019

AUGLÝSING
um samþykkt breytingar á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt breytingu á deiliskipulagi sem hér segir:

Skarhólabraut 1.
Breytingin felur í sér að lóðinni Skarhólabraut 1 verður skipt upp í tvær lóðir, Skarhólabraut 1 og 3. Samkvæmt aðalskipulagi Mosfellsbæjar er nýja lóðin, Skarhólabraut 3, á svæði fyrir verslun og þjónustu, 418-VÞ. Lóðarstærð er 6.580 m², leyfilegt er að reisa tveggja hæða hús á hluta lóðar­innar með hámarkshæð 8 m. Tvær nýjar aðkomuleiðir verða frá Skarhólabraut. Nýtingarhlutfall er 0,30.

Ofangreind breyting hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 21. október 2019,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 22. október 2019