FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt:
Samkvæmt tillögu utanríkisráðherra og með vísan til 4. gr. laga nr. 39/1971, um utanríkisþjónustu Íslands, eru hér með sett eftirfarandi ákvæði:
1.
|
- Sendiráð skulu vera í Berlín, Brussel, Freetown, Genf, Helsinki, Kampala, Kaupmannahöfn, Lilongwe, London, Moskvu, Nýju-Delí, Ottawa, Ósló, París, Peking, Stokkhólmi, Tókýó, Varsjá, Vín og Washington. Sendiráðin í Genf, London, París og Vín skulu jafnframt gegna hlutverki fastanefnda gagnvart nánar tilteknum alþjóðastofnunum sem Ísland á aðild að.
- Fastanefndir skulu vera í Brussel, New York, Róm og Strassborg. Fastanefndin í New York skal jafnframt gegna hlutverki sendiráðs gagnvart nánar tilteknum ríkjum.
- Aðalræðisskrifstofur skulu vera í New York, Nuuk, Winnipeg og Þórshöfn.
|
2. |
Umdæmi sendiráða skulu vera sem hér segir: |
|
- Berlín. Auk Þýskalands skal umdæmi sendiráðsins vera Tékkland.
- Brussel. Auk Belgíu skal umdæmi sendiráðsins vera Holland, Lúxemborg og San Marínó. Sendiráðið skal gegna hlutverki sendiskrifstofu gagnvart Evrópusambandinu (EU).
- Freetown. Umdæmi sendiráðsins skal vera Síerra Leóne.
- Genf. Auk Sviss skal umdæmi sendiráðsins vera Liechtenstein og Páfagarður. Sendiráðið skal gegna hlutverki fastanefndar gagnvart Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf (UNOG), Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO), Alþjóðafjarskiptasambandinu (ITU), Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), Alþjóðahugverkastofnuninni (WIPO), Alþjóðaveðurfræðistofnuninni (WMO) og Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO).
- Helsinki. Auk Finnlands skal umdæmi sendiráðsins vera Eistland, Lettland og Litáen.
- Kampala. Umdæmi sendiráðsins skal vera Úganda.
- Kaupmannahöfn. Auk Danmerkur skal umdæmi sendiráðsins vera Ástralía og Tyrkland.
- Lilongwe. Umdæmi sendiráðsins skal vera Malaví.
- London. Auk Bretlands skal umdæmi sendiráðsins vera Írland og Malta. Sendiráðið skal gegna hlutverki fastanefndar gagnvart Alþjóðasiglingamálastofnuninni (IMO).
- Moskva. Auk Rússlands skal umdæmi sendiráðsins vera Armenía, Belarús, Kasakstan, Kirgistan, Moldóva, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan.
- Nýja-Delí. Auk Indlands skal umdæmi sendiráðsins vera Nepal og Srí Lanka.
- Ottawa. Auk Kanada skal umdæmi sendiráðsins vera Kosta Ríka.
- Ósló. Auk Noregs skal umdæmi sendiráðsins vera Grikkland og Pakistan.
- París. Auk Frakklands skal umdæmi sendiráðsins vera Andorra, Ítalía, Líbanon, Mónakó, Portúgal og Spánn. Sendiráðið skal gegna hlutverki fastanefndar gagnvart Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París og Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í París.
- Peking. Auk Kína skal umdæmi sendiráðsins vera Mongólía, Taíland og Víetnam.
- Stokkhólmur. Auk Svíþjóðar skal umdæmi sendiráðsins vera Kýpur og Nýja-Sjáland.
- Tókýó. Auk Japans skal umdæmi sendiráðsins vera Filippseyjar, Indónesía, Tímor-Leste, Singapúr og Suður-Kórea. Sendiráðið skal gegna hlutverki sendiskrifstofu gagnvart Sambandi Suðaustur-Asíuríkja (ASEAN) í Jakarta.
- Varsjá. Auk Póllands skal umdæmi sendiráðsins vera Búlgaría, Rúmenía og Úkraína.
- Vín. Auk Austurríkis skal umdæmi sendiráðsins vera Króatía, Slóvenía, Slóvakía og Ungverjaland. Sendiráðið skal gegna hlutverki fastanefndar gagnvart Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (OSCE), skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vín (UNOV), Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni (IAEA) og skrifstofu samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn (CTBTO).
- Washington. Auk Bandaríkjanna skal umdæmi sendiráðsins vera Argentína, Brasilía, Chile og Mexíkó.
|
3. |
Fyrirsvar fastanefnda skal vera sem hér segir: |
|
- Brussel. Fastanefndin skal fara með fyrirsvar gagnvart Atlantshafsbandalaginu (NATO) og stofnunum tengdum því.
- New York. Fastanefndin skal fara með fyrirsvar gagnvart Sameinuðu þjóðunum (UN) í New York. Jafnframt skal fastanefndin gegna hlutverki sendiráðs og skal umdæmi þess vera Dóminíska lýðveldið og Kúba.
- Róm. Fastanefndin skal fara með fyrirsvar gagnvart Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Alþjóðasjóði um þróun landbúnaðar (IFAD).
- Strassborg. Fastanefndin skal fara með fyrirsvar gagnvart Evrópuráðinu (CoE).
|
4. |
Umdæmi aðalræðisskrifstofa skal vera sem hér segir: |
|
- New York. Auk New York-ríkis skal umdæmi aðalræðisskrifstofunnar vera ríkin Connecticut, New Jersey og Rhode Island.
- Nuuk. Umdæmi aðalræðisskrifstofunnar skal vera Grænland.
- Winnipeg. Umdæmi aðalræðisskrifstofunnar skal vera fylkið Manitoba, fylkið Saskatchewan, að undanskilinni borginni Regina, og fylkið Alberta, að undanskildum borgunum Calgary og Edmonton.
- Þórshöfn. Umdæmi aðalræðisskrifstofunnar skal vera Færeyjar.
|
5. |
Utanríkisráðuneytið fer með fyrirsvar gagnvart öðrum alþjóðastofnunum og ríkjum sem Ísland hefur stjórnmálasamband við, m.a. með skipun sendiherra eða fastafulltrúa með búsetu í Reykjavík eftir því sem ástæða er til. |
Úrskurður þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi forsetaúrskurður nr. 105 frá 21. júlí 2020.
Gjört í Reykjavík, 18. ágúst 2022.
Guðni Th. Jóhannesson. (L. S.)
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
|