Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
37/2021

Nr. 37/2021 17. maí 2021

LÖG
um breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru (framlenging úrræða, viðbætur).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

I. KAFLI

Breyting á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila
vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020
.

1. gr.

    Í stað „120 millj. kr.“ í 1. málsl. 5. mgr. 5. gr. laganna kemur: 260 millj. kr., að meðtöldum stuðningi samkvæmt lögum þessum fyrir lokunartímabil eftir 17. september 2020 og lögum um ferðagjöf, viðspyrnustyrkjum samkvæmt lögum um viðspyrnustyrki og tekjufallsstyrkjum sam­kvæmt lögum um tekjufallsstyrki.

 

2. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „30. júní 2021“ í lokamálslið 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: 30. sept­ember 2021.

 

3. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „30. júní 2021“ í 2. málsl. 26. gr. laganna kemur: 30. september 2021.

 

II. KAFLI

Breyting á lögum um viðspyrnustyrki, nr. 160/2020.

4. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:

  1. Í stað „maí 2021“ í 1. málsl. kemur: nóvember 2021.
  2. Í stað hlutfallstölunnar „60%“ í 1. málsl. 1. tölul. kemur: 40%.
  3. Á eftir orðunum „í þeim almanaksmánuði sem umsókn varðar“ í lokamálslið 1. tölul. kemur: eða viðspyrnustyrkur fyrir aðra mánuði.

 

5. gr.

    Við 1. mgr. 5. gr. laganna bætist nýr stafliður, sem verður a-liður, svohljóðandi: 300 þús. kr. fyrir hvert stöðugildi hjá rekstraraðila í mánuðinum eða í sama mánuði 2019 og ekki hærri en 1,5 millj. kr. enda sé tekjufall rekstraraðila skv. 1. tölul. 4. gr. á bilinu 40–60%.

 

6. gr.

    Í stað dagsetningarinnar „30. júní 2021“ í 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: 31. desember 2021.

 

7. gr.

    Í stað fjárhæðarinnar „120 millj. kr.“ í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 260 millj. kr.

 

III. KAFLI

Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.

8. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Auk barnabóta skv. A-lið 68. gr. skal við álagningu 2021 greiða sérstakan barnabótaauka að fjár­hæð 30.000 kr. með hverju barni í þeim tilvikum þar sem ákvarðaðar eru tekjutengdar barna­bætur til framfærenda.

    Sérstakur barnabótaauki samkvæmt ákvæði þessu telst ekki til skattskyldra tekna og leiðir ekki til skerðingar annarra greiðslna.

    Sérstökum barnabótaauka verður ekki skuldajafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opin­berum gjöldum til sveitarfélaga og vangreiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitar­félaga.

    Ráðherra er heimilt með reglugerð að kveða nánar á um framkvæmd ákvæðisins.

 

IV. KAFLI

Breyting á þinglýsingalögum, nr. 39/1978.

9. gr.

    Í stað „16. maí“ í 2. málsl. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum kemur: 31. desember.

 

10. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

    Þrátt fyrir 1. mgr. gilda 1. og 7. gr. afturvirkt frá 1. febrúar 2021.

    Þrátt fyrir 1. mgr. gilda b- og c-liður 4. gr. og 5. gr. afturvirkt frá gildistöku laga um viðspyrnu­styrki 6. janúar 2021.

 

Gjört í Reykjavík, 17. maí 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 18. maí 2021