Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 14/2019

Nr. 14/2019 1. mars 2019

LÖG
um breytingu á lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og lögum um gjaldeyrismál (aflandskrónulosun og bindingarskylda á fjármagnsinnstreymi).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

I. KAFLI

Breyting á lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru
    sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016, með síðari breytingum.

1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Þrátt fyrir ákvæði laga þessara:

 1. Er heimilt að taka aflandskrónueignir í formi innstæðna út af reikningum háðum sérstökum takmörkunum eða innleysa innstæðubréf Seðlabankans til að kaupa erlendan gjaldeyri hjá fjármálafyrirtæki hér á landi eða alþjóðlegri verðbréfamiðstöð sem lagður er á reikning hjá erlendu fjármálafyrirtæki erlendis.
 2. Er heimilt að taka aflandskrónueignir út af reikningum háðum sérstökum takmörkunum eða aflétta kvöðum skv. 5. og 6. gr. af aflandskrónueignum, enda sé uppfyllt það skilyrði að þær hafi verið í samfelldri eigu frá 28. nóvember 2008.
 3. Er einstaklingi sem er skráður eigandi aflandskrónueigna heimilt að taka út af reikningi háðum sérstökum takmörkunum eða innleysa innstæðubréf Seðlabankans fyrir allt að 100 millj. kr., enda sé uppfyllt það skilyrði að einstaklingurinn sé raunverulegur eigandi þeirra fjármuna sem um ræðir.

    Ráðstafanir skv. 2. og 3. tölul. 1. mgr. eru háðar staðfestingu Seðlabanka Íslands.

    Seðlabanka Íslands er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis. Reglurnar skulu samþykktar af ráðherra og birtar í Stjórnartíðindum.

II. KAFLI

Breyting á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða III í lögunum:

 1. 2. mgr. orðast svo:

      Bindingarhlutfall af bindingargrunni ákvarðar bindingarfjárhæð. Bindingarfjárhæð helst óbreytt út upphaflegan bindingartíma. Skyldu til bindingar reiðufjár skal uppfylla:
  1. með kaupum fjármálafyrirtækis, sem er aðili að stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands, á sérstöku innstæðubréfi Seðlabankans fyrir bindingarfjárhæð, að frumkvæði fjár­festis, og sölu á innstæðubréfinu samhliða til Seðlabankans með afhendingu að bind­ingar­tíma liðnum á verði sem ákvarðast af vöxtum á innstæðubréfinu. Samningi um fram­virka sölu verður ekki breytt á bindingartíma. Fjármálafyrirtæki miðlar kjörum og bindingartíma til fjárfestis, svo sem beint með framsali innstæðubréfs eða óbeint með afleiðuviðskiptum eða bindingu á reikningi, eða
  2. með ráðstöfun fjárfestis á bindingarfjárhæð inn á bundinn reikning hjá innlánsstofnun hér á landi. Innlánsstofnun skal leggja fjárhæð sem samsvarar allri bindingar­fjárhæð­inni á bundinn reikning hjá Seðlabanka Íslands innan sama viðskipta­dags. Bindingu reiðufjár lýkur þegar bindingartími er liðinn, óháð því hvort nýtt innstreymi erlends gjaldeyris sem myndar bindingargrunn hefur verið losað með sölu eða endurgreiðslu. Úttektir af bundnum reikningum eru óheimilar á bindingar­tíma. Innlegg á bundna reikninga innlánsstofnana hjá Seðlabanka Íslands skulu háð sama bindingartíma og samsvarandi bind­ingar­fjárhæð. Óheimilt er að veðsetja bind­ingar­fjárhæð og innlán innlánsstofnana á bundnum reikningum hjá Seðlabanka Íslands.

 2. Í stað „3. málsl.“ í 1. tölul. 3. mgr. kemur: 2. tölul.

 3. Við 3. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: skilmála og kjör innstæðubréfa og endur­hverfra viðskipta með innstæðubréf skv. 1. tölul. 2. mgr.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 1. mars 2019.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 4. mars 2019