Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 947/2015

Nr. 947/2015 9. október 2015

REGLUR
um staðfestingu iðnaðar- og viðskiptaráðherra á gjaldskrám hitaveitna.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um staðfestingu iðnaðar- og viðskiptaráðherra á gjaldskrá hitaveitu sem veitt hefur verið einkaleyfi til þess að starfrækja hitaveitu á tilteknu veitusvæði.

2. gr.

Beiðni um staðfestingu á gjaldskrá.

Beiðni um staðfestingu iðnaðar- og viðskiptaráðherra á nýrri eða breyttri gjaldskrá hitaveitu skal send til Orkustofnunar um þjónustugátt, á stöðluðu eyðublaði sem þar er að finna. Þar skal greina frá öllum breytingum á gjaldskránni og ástæðum þeirra breytinga. Með beiðninni skal fylgja sjálf gjaldskráin, nýjasti ársreikningur hitaveitunnar og gagnaframtal fyrir nýja eða breytta gjaldskrá hitaveitunnar. Ef um er að ræða verulegar breytingar á gjaldskránni skulu fylgja beiðninni gögn sem sýna fram á nauðsyn þeirra breytinga.

Orkustofnun skal leitast við að senda beiðnina og fylgigögn með henni til iðnaðar- og viðskipta­ráðherra, ásamt umsögn sinni, innan tveggja vikna frá því að beiðni um staðfestingu, ásamt fullnægjandi fylgigögnum, berst Orkustofnun.

Ráðherra skal leitast við að staðfesta gjaldskrá og birta í Stjórnartíðindum innan fimm vikna frá því að beiðni um staðfestingu, ásamt fullnægjandi fylgigögnum, berst Orkustofnun. Hægt er að óska eftir flýtimeðferð ef sérstakar ástæður eru til staðar og skal ráðherra leitast við að afgreiða slíka beiðni sem fyrst. Gjaldskráin tekur gildi við birtingu í Stjórnartíðindum eða síðar ef við á.

3. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru á grundvelli 82. gr. orkulaga nr. 58/1967, með síðari breytingum, öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 9. október 2015.

F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Hreinn Hrafnkelsson.


B deild - Útgáfud.: 26. október 2015