Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Leiðréttingar:
Leiðrétt skjal: B_nr_1598_2021_leidrett.pdf
Leiðrétt 14. janúar 2022:
HTML-texti og PDF-skjal Í töflu í 2. gr. í stað „Græn tunna eða ker“ komi: Græn tunna


Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1598/2021

Nr. 1598/2021 9. desember 2021

GJALDSKRÁ
fyrir sorphirðu og sorpeyðingu fyrir heimili og frístundahús í Sveitarfélaginu Hornafirði.

1. gr.

Almennt.

Sveitarfélagið Hornafjörður innheimtir gjöld vegna meðferðar úrgangs í sveitarfélaginu í sam­ræmi við 11. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði nr. 236/2018.

 

2. gr.

Árleg grunngjöld.

Árlegt grunngjald vegna sorphirðu, sorpeyðingar og endurvinnslu í sveitarfélaginu er sem hér segir.

Íbúðir:

Einingargjald sorphirðu á íbúð er 29.040 kr.
Einingargjald sorpeyðingar er 17.490 kr.
Óski greiðendur eftir fleiri sorpílátum greiðist viðbótargjald:  
Sorphirðu- og eyðingargjald fyrir 240 l tunnu 24.750 kr.
Lífrænt ílát 21.670 kr.
Græn tunna eða ker 21.670 kr.

Hver húseigandi sem greiðir ofangreint gjald fyrir íbúð fær afhent eitt klippikort á ári. Um klippikort gilda ákvæði gjaldskrár fyrir söfnunarstöð sorps á Höfn í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Á hvert frístundahús er heimilt að leggja sérstakt gjald vegna sorphirðu og/eða sorpeyðingar. Þar sem sumarbústaðir eru 20 eða fleiri skal leggja á sérstakt gjald fyrir sorphirðu að viðbættu sorp­eyðingargjaldi enda verður komið upp gámasvæði við sumarbústaðarhverfi með yfir 20 bústöðum eða fleiri yfir mesta ferðamannatímann frá 1. júní – 1. september. Í sumarhúsahverfum með færri en 20 bústaði eru eingöngu lögð gjöld vegna sorpeyðingar.

Sorphirðugjald þar sem eru fleiri en 20 frístundahús 5.170 kr.
Sorpeyðingargjald fyrir frístundahús 6.930 kr.

Ofangreind sorphirðu- og sorpeyðingargjöld eru lögð á hverja íbúð í lögsagnarumdæmi Sveitar­félagsins Hornafjarðar og eru innheimt með fasteignagjöldum.

 

3. gr.

Aðfararheimild.

Verði vanskil á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er hægt að innheimta gjöld með aðför sbr. 4. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 1. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Gjöld eru tryggð með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign í tvö ár eftir gjaldaga sbr. 5. mgr. 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.

 

4. gr.

Lagaheimild og gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 og 10. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003 og öðlast gildi við birtingu.

Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 133/2021.

 

Samþykkt í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 9. desember 2021.

 

Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 28. desember 2021