Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 33/2022

Nr. 33/2022 23. júní 2022

LÖG
um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (fjöldatakmörkun rafmagnsbifreiða o.fl.).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Á eftir 1. málsl. 8. mgr. 42. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt skal endur­greiða virðisaukaskatt af vinnu við að breyta ökutækjum skv. 1. málsl. á þann hátt að þau verði sérútbúin til björgunarstarfa.

 

2. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XXIV í lögunum:

  1. Í stað orðanna ,,fyrstu sölu og endursölu“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: og fyrstu sölu.
  2. Í stað ártalsins ,,2023“ í 2. tölul. 2. mgr. og 2. tölul. 4. mgr. kemur: 2022.    
  3. Við 2. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Að hámarki 1.320.000 kr. frá 1. janúar 2023 til og með 31. desember 2023.    
  4. Við 4. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Að hámarki 5.500.000 kr. frá 1. janúar 2023 til og með 31. desember 2023.    
  5. Í stað tölunnar ,,15.000“ í 1. tölul. 7. mgr. kemur: 20.000.    
  6. Á eftir 7. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
        Við endursölu bifreiða skv. 1. mgr. er skattaðila heimilt að undanþiggja frá skattskyldri veltu:
    1. Að hámarki 6.500.000 kr. vegna rafmagns- og vetnisbifreiðar til og með 31. desember 2022.
    2. Að hámarki 5.500.000 kr. vegna rafmagns- og vetnisbifreiðar frá 1. janúar 2023 til og með 31. desember 2023.
    3. Að hámarki 2.000.000 kr. vegna tengiltvinnbifreiðar til og með 31. desember 2023.    
    Heimild þessarar málsgreinar er bundin þeim skilyrðum að virðisaukaskattur hafi verið felldur niður við innflutning eða fyrstu sölu bifreiðarinnar og að skattaðili geti lagt fram reikninga eða önnur gögn til Skattsins sem staðfesta að niðurfelling virðisaukaskatts hafi átt sér stað.
  7. Á eftir orðunum „Létt bifhjól“ í 3. málsl. 2. tölul. 9. mgr. kemur: í flokki II.
  8. Í stað tilvísunarinnar „4.–5. mgr. eða 10. mgr.“ í 11. mgr. kemur: 4., 5., 8. eða 11. mgr.

 

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört í Reykjavík, 23. júní 2022.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 29. júní 2022