Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 379/2022

Nr. 379/2022 30. mars 2022

REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 1065/2014, um velferð nautagripa.

1. gr.

Við 12. tl. 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar bætast orðin „og nautgripir geta legið á.“

 

2. gr.

Við 3. ml. 4. mgr. 7. gr. bætast orðin „og 7. tl. viðauka I.“

 

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

Í stað orðanna „við aðrar aðstæður og/eða í umhverfi“ í 2. mgr. 8. gr. kemur: annað sem felur í sér aðstæður og/eða umhverfi.

 

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna „handsama gripi“ í 5. mgr. kemur: festa gripi.
  2. Í 6. mgr. fellur brott „og fjósum byggðum fyrir gildistöku reglugerðar þessarar.“

 

5. gr.

Við 16. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem orðast svo:

Eldvarnir skulu vera í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012.

 

6. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. orðast svo: Allir nautgripir skulu komast á beit á grónu landi í átta vikur hið minnsta á tímabilinu frá 15. maí til 15. október ár hvert. Undanskildir eru kálfar fæddir á viðkomandi ári svo og graðnaut. Aðgangur að útigerði uppfyllir ekki kröfur um útivist á grónu landi.
  2. Í stað orðanna „sem tekur mið af þörfum viðkomandi gripa“ í 2. mgr. 17. gr. kemur: með a.m.k. þremur veggjum og þaki.

 

7. gr.

Á eftir 17. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 18. gr. ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Öryggi og velferð mjólkurkúa.

Tryggja skal að mjólkurkýr séu mjólkaðar eftir þörfum, að jafnaði a.m.k. tvisvar sinnum daglega nema í lok mjaltaskeiðs og að velferð mjólkurkúnna sé ekki stefnt í hættu. Til staðar skal vera vara­búnaður, dælur og/eða rafstöðvar sem hægt er að tengja við kerfi fjóssins með auðveldum hætti.

 

8. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á bráðabirgðaákvæði reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. orðast svo:
      Þrátt fyrir 5. mgr. 6. gr. og 2. mgr. 14. gr. er heimilt til 31. desember 2034, í fjósum sem byggð eru fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, að binda með hálsbandi eða loka á básum kýr og kvígur sem eiga minna en þrjá mánuði í burð, sé þess gætt að rými sé nægilegt fyrir þær skv. 1. mgr. 6. gr.
  2. 2. mgr. orðast svo:
      Lausagöngufjós byggð fyrir gildistöku reglugerðar þessarar skulu fyrir 31. desember 2034 uppfylla skilyrði fyrir legubása skv. 1. tl. viðauka I.

 

9. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 55/2013 um velferð dýra og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 30. mars 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Kolbeinn Árnason.

 

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 31. mars 2022