Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1241/2018

Nr. 1241/2018 20. desember 2018

GJALDSKRÁ
Sjúkratrygginga Íslands fyrir tæknifrjóvgun sem ekki hefur verið samið um.

1. gr.

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða kostnað vegna tæknifrjóvgunar samkvæmt gjaldskrá þessari, sbr. reglugerð nr. 1239/2018 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands.

2. gr.

Endurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands reiknast út frá eftirfarandi gjaldskrá (heildarverð):

Gjaldskrárnr. Heiti læknisverks   Krónur  
57-061-09 Glasafrjóvgun (ICSI/IVF) 480.000  
57-060-09 Eggheimta fyrir konur með yfirvofandi ófrjósemisvanda, geymslugjald greitt árlega 384.000  
57-062-02 Ástunga á eista (PESA/TESA)   85.000  
57-062-03 Frysting sáðfruma   25.000  
57-062-04 Geymslugjald á ári á frystum eggjum/sáðfrumum/fósturvísum   25.000  

Ef verð þjónustunnar er lægra en gjaldskrá þessi kveður á um skal endurgreiðslan miðuð við verð þjónustunnar.

Ef ekki er unnt að ljúka meðferð, sem hafin er, greiða Sjúkratryggingar Íslands 20% af heildarverði meðferðarinnar, sbr. ofangreinda gjaldskrá.

Innifalið í meðferð skv. ofangreindum gjaldskrárliðum teljast eftir því sem við á skoðanir og viðtöl sérfræðinga, mælingar á b-HCG og nauðsynleg lyf vegna meðferðarinnar, þó ekki örvunarlyf eggja­stokka.

3. gr.

Gjaldskrá þessi, sem sett er með stoð í 1. mgr. 38. gr. laga nr. 112/2008, um sjúkratryggingar, og reglugerð nr. 1239/2018, um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem veittar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands, sbr. síðari breytingar, öðlast þegar gildi og tekur til þjónustu sem veitt er frá 1. janúar 2019 og er gildistími sá sami og kveðið er um í reglugerð nr. 1239/2018.

Sjúkratryggingum Íslands, 20. desember 2018.

María Heimisdóttir.

Katrín E. Hjörleifsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 21. desember 2018