Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 273/2016

Nr. 273/2016 31. mars 2016

AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga Helgafellshverfis, Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 23. september 2015 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lags­laga nr. 123/2010 samþykkt tillögu að breytingum á deiliskipulagi varðandi Uglugötu 2-22 í 3. áfanga Helgafellshverfis. Breytingarnar felast í því að í stað „klasa“ með 11 íbúðum komi sam­stæða með 8 tveggja hæða raðhúsum og einu tveggja hæða fjölbýlishúsi með 6-7 íbúðum. Aðkomu­leið innan samstæðunnar og leik- og útivistarsvæði verði á sameiginlegri lóð í sameign allra.
Ofangreind breyting á deiliskipulagi hefur hlotið tilskilda meðferð samkvæmt skipulagslögum og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 31. mars 2016,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 4. apríl 2016