Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1515/2020

Nr. 1515/2020 14. desember 2020

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 751/2003 um skráningu ökutækja.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:

a) Í upptalningu 1. málsl. 1. mgr. á eftir orðinu „bifhjól“ og á undan orðinu „torfærutæki“ bætast við orðin: létt bifhjól,. Á eftir orðinu „torfærutæki“ og á undan orðunum „og dráttar­vél“ bætast við orðin: vinnuvél, rafknúið dráttartæki.
b) Í 2. málsl. 1. mgr. á eftir orðinu „hjólhýsi“ bætist við komma og á undan orðunum „og tjald­vagn“ bætist við orðið: fellihýsi.
c) Á eftir orðinu „skrá“ og á undan orðinu „eftirvagn“ í 3. málsl. 1. mgr. bætast við orðin: vinnu­vél sem ætluð er til aksturs utan almennrar umferðar og
d) Á eftir orðinu „eigandi“ í 2. mgr. 1. gr. kemur orðið: (umráðamaður).

 

2. gr.

Í 5. gr. reglugerðarinnar falla 2. og 3. mgr. brott.

 

3. gr.

Í stað orðanna „skráningarskírteini þess“ í 4. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar kemur orðið: öku­tækja­skrá.

 

4. gr.

Á eftir 2. mgr. og á undan 3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar kemur ný málsgrein svohljóðandi:

Samgöngustofu er heimilt að afskrá einhliða ökutæki sem ekki hefur verið fært til skoðunar í samræmi við ákvæði reglugerðar um skoðun ökutækja í 10 ár.

 

5. gr.

Á eftir orðinu „Ökutæki“ og á undan orðinu „skal“ í 1. málsl. 1. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar bætast orðin: annað en vinnuvél.

 

6. gr.

Á 12. gr. reglugerðarinnar verða eftirfarandi breytingar:

a) Aftan við orðið „eigendaskipta“ í 2. mgr. koma orðin: sé þess óskað.
b) Aftan við 2. mgr. bætist ný 3. mgr. svohljóðandi:
    Eigendaskipti og umsýsla að því er varðar vinnuvélar, önnur en skráning og afskráning í ökutækjaskrá, fer fram hjá Vinnueftirlitinu í samræmi við lög nr. 46/1980 og reglur settar skv. þeim.

 

7. gr.

Á eftir 12. gr. reglugerðarinnar bætast við nýjar greinar, 12. gr. a., 12. gr. b. og 12. gr. c. sem orðast svo:

12. gr. a.

Breytingalásar.

Samgöngustofu er heimilt að skrá breytingalása í ökutækjaskrá. Í breytingalás felst að ekki er unnt að skrá tilteknar breytingar á ökutæki, svo sem breytingu á eignarhaldi, notkunarflokki eða aðra breytingu á skráningu ökutækisins í ökutækjaskrá. Ekki má þó skrá breytingalás í ökutækjaskrá vegna vinnuvéla.

Breytingalás má skrá á ökutæki eða kennitölu í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar.

Breytingalás skal ekki skráður nema að beiðni aðila sem hefur hagsmuna að gæta í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Þó er Samgöngustofu heimilt að skrá breytingalás án þess að sérstök beiðni berist stofnuninni ef lögmætar ástæður eru fyrir hendi.

Beiðni um breytingalás skal berast skriflega og undirrituð af þeim sem óskar þess að breytinga­lás sé skráður. Sé aðkallandi að breytingalás verði skráður og ekki er unnt að skila skriflegri beiðni er heimilt að skrá tímabundið breytingalás í allt að þrjá sólarhringa. Berist ekki skrifleg beiðni innan þess tíma skal fella breytingalásinn niður.

Breytingalásar skiptast í eigendaskiptalása og skráningarlása.

Samgöngustofa skal ekki aflétta breytingalás nema sá sem óskaði eftir skráningu lássins fari fram á það eða að sýnt verði fram á að þeir hagsmunir sem breytingalásnum er ætlað að vernda séu niður fallnir.

 

12. gr. b.

Eigendaskiptalásar.

Eigendaskiptalásar fela í sér að ekki er unnt að skrá eigendaskipti að ökutæki.

Eigendaskiptalásar skiptast í eftirfarandi lása:

  1. Ökutækjalás,
  2. kennitölulás.

Ökutækjalás má skrá á tiltekið ökutæki berist beiðni frá:

  1. Eiganda ökutækis,
  2. aðila eða stjórnvaldi sem á veðrétt í ökutækinu,
  3. lögreglu vegna rannsóknarhagsmuna,
  4. skiptastjóra eða öðrum aðila sem fer með málefni dánar- eða þrotabús vegna skipta hjá eiganda ökutækis,
  5. tollayfirvöld og lögregla geta þó skráð ökutækjalása án skriflegrar beiðni til Samgöngustofu þegar nauðsyn krefur og vegna eðlis skráningar, svo sem vegna rannsóknarhagsmuna og niðurfelldra vörugjalda.

Kennitölulás má skrá á kennitölu einstaklings eða lögaðila berist beiðni frá:

  1. Einstaklingnum sjálfum eða fyrirsvarsmanni lögaðila,
  2. ráðsmanni, lögráðamanni eða yfirlögráðanda skv. lögræðislögum,
  3. skiptastjóra eða öðrum aðila sem fer með málefni dánar- eða þrotabús.

 

12. gr. c.

Skráningarlásar.

Skráningarlásar fela í sér að ekki er unnt að skrá tilteknar breytingar á skráningu ökutækis í ökutækjaskrá, hvort sem er á notkunarflokki ökutækis, nýskráningu ökutækis eða aðrar sambæri­legar breytingar.

Skráningarlásar skiptast í eftirfarandi lása:

  1. Nýskráningarlás,
  2. notkunarlás.

Nýskráningar- eða notkunarlás má skrá á tiltekið ökutæki berist beiðni frá:

  1. Eiganda ökutækis,
  2. aðila eða stjórnvaldi sem hagsmuna hefur að gæta þegar óheimilt er að breyta notkun öku­tækisins eða nýskrá það um tiltekinn tíma vegna takmarkana eða réttinda sem fylgja notkun þess vegna ákvæða í lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða samningum.

 

8. gr.

Á 18. gr. reglugerðarinnar eru gerðar eftirfarandi breytingar:

a) á eftir D-lið 3. mgr. kemur nýr stafliður svohljóðandi: E: 168 x 133 mm, hæð stafa 49 mm og breidd stafleggja 7 mm.
b) 2. málsl. 4. mgr. verður svohljóðandi: Skráningarmerki af gerð B, C, D og E skulu hafa áletrun í tveim röðum, tvo bókstafi og bandstrik í þeirri efri og eftir atvikum, sbr. 4. gr. bókstaf og tölustafi eða tölustafi í þeirri neðri.
c) Við 5. mgr. bætist við nýr málsliður svohljóðandi: Þó skal ekki gert ráð fyrir sérstökum skoðunarmiða á skráningarmerki af gerð E.
d) Í 6. mgr. bætast aftan við orðin „aftan við“ og á undan orðinu „bókstafi“ orðin: fyrstu tvo. Í stað orðsins „tölustafi“ kemur neðri runu skráningarmerkis.

 

9. gr.

20. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi, undir fyrirsögninni: Skráningarmerki á léttu bif­hjóli og bifhjóli:

Bifhjól skal merkt að aftan með skráningarmerki af gerð C. Létt bifhjól í flokki II skal merkt með samskonar merki en grunnur merkisins skal þó vera blár en rönd á brúnum, stafir og bandstrik hvít. Þá skal létt bifhjól í flokki I merkt að aftan með skráningarmerki af gerð E og skal grunnur merkisins vera appelsínugulur en rönd á brúnum, stafir og bandstrik hvít.

 

10. gr.

Á 23. gr. reglugerðarinnar eru gerðar eftirfarandi breytingar:

a) Í fyrirsögn greinarinnar falla brott orðin „eða skráðu tengitæki“.
b) 1. málsl. 1. mgr. orðast svo:
    Skráður eftirvagn skal merktur að aftan með skráningarmerki af gerð A.

 

11. gr.

24. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi undir fyrirsögninni: Auka skráningarmerki öku­tækis:

Dragi bifreið ökutæki sem ekki er skráningarskylt og skyggir á skráningarmerki bifreiðarinnar, skal merkja það að aftan með skráningarmerki af gerð A, B eða D með því fráviki að merkið skal vera án litaðra upplyftra brúna og án upplyfts flatar fyrir skoðunarmiða. Skráningarmerkið skal vera með sömu áletrun og sama lit og skráningarmerki bifreiðarinnar. Sama á við ef búnaður aftan á skráningarskyldu ökutæki sem ekið er skyggir á skráningarmerki þess.

 

12. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 72. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

 

Ákvæði til bráðabirgða.

Létt bifhjól í flokki I sem nota á í umferð skulu vera skráð frá 1. mars 2021. Skráningarskyldar vinnuvélar sem ætlaðar eru til aksturs í almennri umferð skulu vera skráðar frá 1. september 2021.

 

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 14. desember 2020.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.


B deild - Útgáfud.: 8. janúar 2021