Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1082/2017

Nr. 1082/2017 11. desember 2017

AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt breytingar á deiliskipulagi sem hér segir:

Reykjavegur 4.
Breytingin felst í eftirfarandi:

Lóðinni við Reykjahvol 4 er skipt upp í þrjár lóðir. Tvær nýjar lóðir verða stofnaðar ásamt lóð utan um núverandi íbúðarhús.
Á nýjum lóðum verður leyfilegt að byggja allt að 300 fm einnar hæðar hús, einungis er leyfð ein íbúð í hvoru húsi.
Aðkoma að húsum yrði um nýja götu sem liggur frá Reykjahvoli. Bílastæðum skal koma fyrir innan lóðarmarka. Að öðru leyti gilda eldri skilmálar.

Vogatunga 2-8, 10-16, 23-29 og 99-101.
Breytingin felst í eftirfarandi:

Í stað tveggja hæða raðhúsa R-IIC komi einnar hæðar raðhús R-IC.
Byggingarreitur Vogatungu 2-16 og 23-29 stækkar til norðausturs um 2,5 m, til suðvesturs um 2,5 m og til suðurs um 3 m.
Byggingarreitur Vogatungu 99-101 stækkar til austurs um 1,5 x 5,5 m eða 8,25 fm, til suðvesturs um 1,5 x 5,5 m eða 8,25 fm, til suðurs um 2,5 x 10 m eða 25 fm og til norðurs um 3,0 x 22 eða 66 fm sem gerir samtals 107,5 fm.
Innbyrðis lóðarmörkum er breytt. Þannig að millilóðirnar eru stækkaðar frá 9 m í 10,5 m. Staðsetning bílastæða er aðlöguð breyttum lóðarmörkum. Að öðru leyti haldast skilmálar óbreyttir.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 11. desember 2017,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 12. desember 2017