Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1494/2022

Nr. 1494/2022 19. desember 2022

GJALDSKRÁ
HEF veitna ehf. – vatnsveita Múlaþings.

1. gr.

Gildissvið.

Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Múlaþings, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem vatnsæðar liggja í eigu sveitarfélagsins skal greiða vatnsgjald árlega.

 

2. gr.

Vatnsgjald.

Vatnsgjald samanstendur af fastagjaldi fyrir hverja matseiningu og gjaldi fyrir hvern fermetra samkvæmt fasteignamati. Bílskúrar og sambærilegt húsnæði er undanþegið fastagjaldi. Vatnsgjald fer aldrei yfir 0,5% af fasteignamati.

 

3. gr.

Fjárhæð vatnsgjalds.

Af öllum fasteignum sem eru gjaldskyldar skal greiða vatnsgjald sem nemur 289 kr. á fermetra skv. fasteignamati og fast gjald 10.156 kr. á matseiningu. Árlegt vatnsgjald af sumar­húsum/frístunda­húsum skal þó að lágmarki vera 31.816 kr.

 

4. gr.

Gjalddagar vatnsgjalds.

Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn Múlaþings ákveður fyrir fasteigna­gjöld og skal innheimtu vatnsgjalds hagað á sama hátt og innheimtu fasteignagjalda.

 

5. gr.

Notkunargjald.

Auk vatnsgjalds skulu fyrirtæki og aðrir, er nota kalt vatn til annars en heimilisþarfa, greiða notkunargjald. Notkunargjald skal innheimt skv. rúmmetramæli sem HEF leggur til og eru gjald­dagar 5. hvers mánaðar. Notkunargjald vatns um mæli í fastri leigu kaupanda skal vera 39 kr. pr. rúmmetra og frá Urriðavatnsveitu 30 kr. pr. rúmmetra.

Notkunargjald í lausasölu og til hafna fyrir vatn til skipa við bryggju er 330 kr. pr. rúmmetra.

 

6. gr.

Mælaleiga.

Leiga rúmmetramæla er eftirfarandi:

Stærð mælis (mm) 15 20 25 32 50 80 ≥100
Mælaleiga pr. dag (kr.) 46 48 62 70 103 266 281

 

7. gr.

Heimæðar.

Gjöld fyrir heimæðar miðast við að ídráttarrör fyrir heimlagnir hafi verið lagt frá tengistað HEF við lóðarmörk, að tengistað í inntaksrými mannvirkis og að lega og frágangur ídráttarrörs hafi verið tekinn út og samþykktur af HEF.

Þvermál inntaks: ≤ 32 mm 40 mm 50 mm 63 mm 75 mm
Heimæðargjald – þéttbýli *) kr.
*) Skipulagt þéttbýli í Múlaþingi
313.000 447.000 662.000 972.000 1.288.000
Heimæðargjald – dreifbýli kr. 623.000 Um verð sverari heimæða skal samið sérstaklega.

 

Sé um óskipulagt svæði að ræða eða aðstæður óvenjulegar er heimilt að krefjast sérstaks auka­gjalds eða gera landeiganda að greiða heimæðina skv. kostnaði. Þetta á einnig við ef nauðsynlegt reynist að fleyga eða sprengja klöpp eða frost er í jörðu.

 

8. gr.

Verðlagning.

Stjórn HEF tekur ákvörðun um vatnsgjald skv. 3. gr. í lok hvers árs fyrir gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. Önnur gjöld í gjaldskrá þessari miðast við byggingarvísitölu og breytast samkvæmt henni 1. janúar ár hvert. Gjöld vatnsveitunnar bera ekki virðisaukaskatt.

 

9. gr.

Gildistaka.

Gjaldskrá þessi er samin og samþykkt af stjórn HEF veitna ehf. 15. nóvember 2022 og í sveitar­stjórn Múlaþings 14. desember 2022 skv. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, stað­festist hér með til að taka gildi 1. janúar 2023 og birtist til eftirbreytni öllum sem hlut eiga að máli. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá HEF veitna ehf. – vatnsveita Múlaþings nr. 1481/2021.

 

Múlaþingi, 19. desember 2022.

 

Björn Ingimarsson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 27. desember 2022