Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 852/2022

Nr. 852/2022 11. júlí 2022

REGLUR
um skipulagskröfur fyrir viðskiptavettvanga.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga hvað varðar:

  1. Efni og form lýsingar á starfsemi markaðstorgs skv. 28. gr. laganna.
  2. Tilkynningar innlendra verðbréfafyrirtækja um þjónustu og starfsemi án útibús og stofnun útibús og/eða notkun einkaumboðsmanns í öðru aðildarríki, skv. 62. og 63. gr. laganna.
  3. Álagsþol kerfa og sjálfvirka stöðvun viðskipta, skv. 83. gr. laganna.
  4. Algrímsviðskipti, skv. 85. gr. laganna.
  5. Beinan rafrænan aðgang, skv. 86. gr. laganna.
  6. Fyrirkomulag þóknana, skv. 87. gr. laganna.
  7. Samhýsingu, skv. 89. gr. laganna.
  8. Verðskref, skv. 90. gr. laganna.
  9. Samstillingu viðskiptaklukkna, skv. 91. gr. laganna.
  10. Skyldu til að útvega tilvísunargögn fyrir fjármálagerninga, skv. 27. gr. MiFIR.

 

2. gr.

Tilvísanir.

Bein rafræn tenging: Tilvísanir í reglum þessum til beinnar rafrænnar tengingar skv. a-, b-, og g-liðum 12. mgr. 48. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til beins rafræns aðgangs skv. 86. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Flokkar fjármálagerninga skv. C-þætti I. viðauka MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til flokka fjármálagerninga skv. C-þætti I. viðauka tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til flokka fjármálagerninga skv. 2., 6. og 17. töluliðum 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Fyrirkomulag og verkferlar skv. 31. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til fyrirkomulags og verkferla til eftirlits með viðskiptum eins og gerð er krafa um í 31. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til fyrirkomulags og verkferla skv. 56. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Fyrirkomulag og verkferlar skv. 4. mgr. 18. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til fyrirkomulags og verkferla til eftirlits með viðskiptum eins og gerð er krafa um í 4. mgr. 18. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til fyrirkomulags og verkferla skv. 5. tölulið 1. mgr. 28. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

MiFID I: Tilvísanir í reglum þessum til ákvæða tilskipunar 2004/39/EB skal skilja sem tilvísanir til ákvæða laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti sem innleiddu þá tilskipun.

Pöruð miðlaraviðskipti: Tilvísanir í reglum þessum til paraðra miðlaraviðskipta skv. 7. mgr. 20. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til jafnaðra eigin viðskipta skv. 8. mgr. 30. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Hlítni við 48. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til hlítni við ákvæði 48. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til hlítni við 83.-89. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Myndun seljanleika skv. 2. mgr. 48. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til myndunar seljanleika í samræmi við 2. mgr. 48. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til 84. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Reglugerð (ESB) 596/2014: Tilvísun í 22. gr. reglugerðar (ESB) 2017/584 til reglugerðar (ESB) 596/2014 skal skilja sem tilvísun til laga nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum.

Reglur og verkferlar skv. 32. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til fyrirkomulags og verkferla um tímabundna stöðvun viðskipta með fjármálagerninga og töku þeirra úr viðskiptum eins og gerð er krafa um í 32. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til reglna og verkferla skv. 57. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Reglur og verkferlar sem tryggja hlítni við 24., 25., 27. og 28. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til reglna og verkferla sem tryggja að farið sé að ákvæðum 24., 25., 27. og 28. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til reglna og verkferla skv. 33.-41. og 44.- 48. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Starfsleyfi skv. III. bálki MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til starfsleyfis í samræmi við III. bálk tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til starfsleyfis sem skipulegur markaður skv. lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Starfsleyfi skv. CRDIV: Tilvísanir í reglum þessum til lánastofnana með starfsleyfi skv. tilskipun 2013/36/ESB skal skilja sem tilvísanir til lánastofnana með starfsleyfi skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Skyldur skv. eða hlítni við MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til skyldna skv. eða hlítni við tilskipun 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til skyldna skv. eða hlítni við lög nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Skilyrði 48. og 49. gr MiFID II: Með tilvísun í skilyrði sem mælt er fyrir um í 48. og 49. gr. tilskipunar 2014/65/ESB er átt við skilyrði sem mælt er fyrir um í 83.-90. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Skrá yfir umboðsmenn skv. 3. mgr. 29. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til skráar yfir umboðsmenn í samræmi við 3. mgr. 29. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til skráar yfir einkaumboðsmenn skv. 6. mgr. 50. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Skyldur skv. 47. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til skyldna sem um getur í b-, c- og e-lið 1. mgr. 47. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísun til skyldna skv. 78. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Fyrirmæli þar sem svigrúm til ákvarðanatöku skv. 6. mgr. 20. gr. MiFID II er nýtt: Tilvísanir til fyrirmæla þar sem svigrúm til ákvarðanatöku skv. 6. mgr. 20. gr. tilskipunar 2014/65/ESB er nýtt skal skilja sem tilvísanir til svigrúms til framkvæmdar fyrirmæla skv. 6. mgr. 30. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Tilkynning um viðskipti yfir landamæri fyrir fjárfestingarþjónustu og -starfsemi: Tilvísanir í reglum þessum til tilkynninga um viðskipti yfir landamæri fyrir fjárfestingarþjónustu og -starfsemi í samræmi við 2., 3. eða 5. mgr. 34. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til slíkra tilkynninga skv. 62. og 63. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Tilkynning um viðskipti yfir landamæri fyrir útibú eða einkaumboðsmenn: Tilvísanir í reglum þessum til tilkynninga um viðskipti yfir landamæri fyrir útibú eða tilkynninga um viðskipti yfir landamæri fyrir einkaumboðsmann í samræmi við 2., 7. eða 10. mgr. 35. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til tilkynninga skv. 63. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Tilkynning um fyrirkomulag til að greiða fyrir aðgangi að markaðstorgi fjármálagerninga eða skipulegu markaðstorgi: Tilvísanir til tilkynninga um fyrirkomulag til að greiða fyrir aðgangi að markaðstorgi fjármálagerninga eða skipulegu markaðstorgi í samræmi við 7. mgr. 34. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til tilkynninga skv. 64. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Upplýsingar sem tengjast kröfum 3. mgr. 19. gr. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til upplýsinga sem tengjast kröfum 3. mgr. 19. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til upplýsinga sem tengjast kröfum 1.-3. töluliðar 1. mgr. 29. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Viðskiptavaki: Tilvísanir í reglum þessum til viðskiptavaka skv. 7. lið 1. mgr. 5. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísanir til viðskiptavaka skv. 67. tölulið 1. mgr. 4. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Viðskiptavakt á óháðum grunni: Tilvísun til viðskiptavaktar á skipulegu markaðstorgi á óháðum grunni í samræmi við 5. mgr. 20. gr. tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem tilvísun til viðskiptavaktar skv. 5. mgr. 30. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Þjónustufrelsi og staðfesturéttur skv. MiFID II: Tilvísanir í reglum þessum til frelsis til að veita fjárfestingarþjónustu, frelsis til að stunda fjárfestingarstarfsemi og staðfesturéttar í samræmi við ákvæði tilskipunar 2014/65/ESB skal skilja sem frelsi til að veita fjárfestingarþjónustu, frelsi til að stunda fjárfestingarstarfsemi og staðfesturéttar skv. ákvæðum laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72 frá 11. nóvember 2021, bls. 168-185 og 210-215, nr. 78 frá 9. desember 2021, bls. 13-19, nr. 8 frá 10. febrúar 2022, bls. 8-12, og nr. 20 frá 24. mars 2022 bls. 12-18 og 29-68, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 85/2019 sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 88 frá 31. október 2019, bls. 7-19, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/824 frá 25. maí 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar efni og snið lýsingar á starfsemi markaðstorga fjármálagerninga og skipulegra markaðstorga og tilkynningu til Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/573 frá 6. júní 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um kröfur til að tryggja að samhýsingarþjónusta og fyrirkomulag þóknana sé sanngjarnt og án mismununar.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/574 frá 7. júní 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir nákvæmnistig viðskiptaklukkna.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/584 frá 14. júlí 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina skipulagskröfur fyrir viðskiptavettvanga.
  5. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/585 frá 14. júlí 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir gagnastaðla og -form fyrir tilvísunargögn um fjármálagerninga og tæknilegar ráðstafanir í tengslum við fyrirkomulag sem Evrópska verðbréfamarkaðs­eftirlitsstofnunin og lögbær yfirvöld koma á.
  6. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/588 frá 14. júlí 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um kerfi verðskrefa fyrir hlutabréf, heimildarskírteini og kauphallarsjóði.
  7. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1018 frá 29. júní 2016 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB um markaði fyrir fjármálagerninga að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina upplýsingar sem verðbréfafyrirtæki, rekstraraðilar markaða og lánastofnanir eiga að tilkynna.
  8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2382 frá 14. desember 2017 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar stöðluð eyðublöð, sniðmát og verklagsreglur vegna sendingar upplýsinga í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/65/ESB.

Með reglum þessum öðlast einnig gildi hér á landi framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/443 frá 13. febrúar 2019 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2017/588 að því er varðar möguleikann á að leiðrétta meðalfjölda viðskipta fyrir hlutabréf þar sem viðskiptavettvangurinn með mestu veltu á þeim hlutabréfum er staðsettur utan Sambandsins, sem birt eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34 frá 25. maí 2022, bls. 11-12, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 160/2020, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 5. mgr. 28. gr., 5. mgr. 62. gr., 8. mgr. 63. gr., 5. mgr. 83. gr., 3. mgr. 85. gr., 4. mgr. 86. gr., 5 mgr. 87. gr., 2. mgr. 89. gr. 2. mgr. 90. gr., 2. mgr. 91. gr. og 21. tölulið 145. gr. laga nr. 115/2021 um markaði með fjármálagerninga, taka gildi þegar í stað. Á sama tíma falla úr gildi reglur nr. 231/2022 um skipulagskröfur fyrir viðskiptavettvanga.

 

Seðlabanka Íslands, 11. júlí 2022.

  Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Rannveig Júníusdóttir
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 14. júlí 2022