1. gr.
Gildissvið.
Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd laga nr. 41/2023 um fjármögnunarviðskipti með verðbréf, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 frá 25. nóvember 2015 um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum með verðbréf og um endurnotkun (hér eftir SFTR) og laga nr. 15/2018 um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár (hér eftir EMIR), hvað varðar:
- Skýrslur um fjármögnunarviðskipti með verðbréf, skv. 9. og 10. mgr. 4. gr. SFTR.
- Skráningu viðskiptaskrár, skv. 7. og 8. mgr. 5. gr. SFTR.
- Gagnsæi og aðgengileika gagna í vörslu viðskiptaskrár, skv. 3. mgr. 12. gr. SFTR.
- Upplýsingaskipti við Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina, skv. 4. mgr. 25. gr. SFTR.
- Skyldu til skýrslugjafar, skv. 6. mgr. 9. gr. EMIR.
2. gr.
Tilvísanir og skilgreiningar.
Endurtryggingafélag með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2009/138/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til endurtryggingafélaga með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2009/138/EB er átt við vátryggingafélög með starfsleyfi í endurtryggingum skv. lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.
Fjárfestingarfyrirtæki með starfsleyfi í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til fjárfestingarfyrirtækja með starfsleyfi í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB er átt við verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi skv. lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.
Lánastofnun með starfsleyfi skv. tilskipun 2013/36/ESB: Með tilvísunum í reglum þessum til lánastofnana með starfsleyfi skv. tilskipun 2013/36/ESB er átt við lánastofnanir með starfsleyfi skv. lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.
Líftryggingafélag með starfsleyfi skv. tilskipun 2002/83/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til líftryggingafélaga með starfsleyfi skv. tilskipun 2002/83/EB er átt við líftryggingafélög með starfsleyfi skv. lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.
Reikningsskil og reikningsskilastaðlar skv. reglugerð (EB) 1606/2002 og tilskipun 2006/43/EB: Með tilvísunum til reikningsskila og reikningsskilastaðla skv. reglugerð (EB) nr. 1606/2002 eða tilskipun 2006/43/EB er átt við reikningsskil og reikningsskilastaðla skv. lögum nr. 3/2006 um ársreikninga.
Sérhæfður sjóður skv. tilskipun 2011/61/ESB: Með tilvísunum í reglum þessum til sérhæfðra sjóða skv. tilskipun 2011/61/ESB er átt við sérhæfða sjóði skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.
Stofnun um starfstengdan lífeyri: Tilvísanir í reglum þessum til stofnana um starfstengdan lífeyri í tilskipun 2003/41/EB er átt við starfstengda eftirlaunasjóði skv. lögum nr. 78/2007 um starfstengda eftirlaunasjóði.
Tilboðsgjafi skv. tilskipun 2004/25/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til tilboðsgjafa skv. tilskipun 2004/25/EB er átt við tilboðsgjafa skv. lögum nr. 108/2007 um yfirtökur.
Varanlegur miðill skv. tilskipun 2009/65/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til varanlegs miðils skv. tilskipun 2009/65/EB er átt við varanlegan miðil skv. lögum nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.
Vátryggingafélag með starfsleyfi skv. tilskipun 2009/138/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til vátryggingafélaga með starfsleyfi skv. tilskipun 2009/138/EB er átt við vátryggingafélög með starfsleyfi skv. lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.
Verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi skv. tilskipun 2014/65/ESB: Með tilvísunum í reglum þessum til verðbréfafyrirtækja með starfsleyfi skv. tilskipun 2014/65/ESB er átt við verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi skv. lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.
Verðbréfasjóður skv. tilskipun 2009/65/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til verðbréfasjóða skv. tilskipun 2009/65/EB er átt við verðbréfasjóði skv. lögum nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.
Yfirvald skv. tilskipun 2004/25/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til yfirvalds skv. tilskipun 2004/25/EB er átt við Seðlabanka Íslands, sbr. lög nr. 108/2007 um yfirtökur.
3. gr.
Innleiðing reglugerða.
Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83 frá 16. nóvember 2023, bls. 1-57 og 69-117, með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 386/2021 frá 10 desember 2021, sem birt er í viðauka við reglur þessar, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/356 frá 13. desember 2018 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina nánar upplýsingarnar sem skal veita viðskiptaskrám um fjármögnunarviðskipti með verðbréf.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/357 frá 13. desember 2018 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla um aðgang að upplýsingum í viðskiptaskrám um fjármögnunarviðskipti með verðbréf.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/358 frá 13. desember 2018 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla fyrir söfnun, sannprófun, samantekt, samanburð og útgáfu viðskiptaskráa á gögnum um fjármögnunarviðskipti með verðbréf.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/359 frá 13. desember 2018 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2015/2365 að því er varðar tæknilega eftirlitsstaðla sem tilgreina upplýsingarnar sem skulu vera í umsókninni um skráningu og framlengingu skráningar sem viðskiptaskrá.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/363 frá 13. desember 2018 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát og tíðni skýrslna um upplýsingar um fjármögnunarviðskipti með verðbréf til viðskiptaskráa í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1247/2012 að því er varðar notkun á skýrslugjafarkóðum við skýrslugjöf um afleiðusamninga.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/364 frá 13. desember 2018 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar snið umsókna um skráningu og framlengingu skráningar viðskiptaskráa í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/365 frá 13. desember 2018 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklag og eyðublöð fyrir upplýsingaskipti um viðurlög, ráðstafanir og rannsóknir í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365.
4. gr.
Gildistaka.
Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 1.-3. og 6. tölulið 2. mgr. 17. gr. laga nr. 41/2023 um fjármögnunarviðskipti með verðbréf og 5. tölulið 2. mgr. 15. gr. laga nr. 15/2018 um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, öðlast gildi 1. janúar 2024.
Seðlabanka Íslands, 21 desember 2023.
|
Ásgeir Jónsson |
Linda Kolbrún Björgvinsdóttir |
|
seðlabankastjóri. |
framkvæmdastjóri. |
VIÐAUKI (sjá PDF-skjal)
|