Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1560/2023

Nr. 1560/2023 21. desember 2023

REGLUR
um fjármögnunarviðskipti með verðbréf.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um nánari framkvæmd laga nr. 41/2023 um fjármögnunarviðskipti með verð­bréf, sbr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 frá 25. nóvember 2015 um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum með verðbréf og um endurnotkun (hér eftir SFTR) og laga nr. 15/2018 um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, sbr. reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) nr. 648/2012 frá 4. júlí 2012 um OTC-afleiður, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár (hér eftir EMIR), hvað varðar:

  1. Skýrslur um fjármögnunarviðskipti með verðbréf, skv. 9. og 10. mgr. 4. gr. SFTR.
  2. Skráningu viðskiptaskrár, skv. 7. og 8. mgr. 5. gr. SFTR.
  3. Gagnsæi og aðgengileika gagna í vörslu viðskiptaskrár, skv. 3. mgr. 12. gr. SFTR.
  4. Upplýsingaskipti við Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunina, skv. 4. mgr. 25. gr. SFTR.
  5. Skyldu til skýrslugjafar, skv. 6. mgr. 9. gr. EMIR.

 

2. gr.

Tilvísanir og skilgreiningar.

Endurtryggingafélag með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2009/138/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til endurtryggingafélaga með starfsleyfi í samræmi við tilskipun 2009/138/EB er átt við vátryggingafélög með starfsleyfi í endurtryggingum skv. lögum nr. 100/2016 um vátrygginga­starf­semi.

Fjárfestingarfyrirtæki með starfsleyfi í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til fjárfestingarfyrirtækja með starfsleyfi í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB er átt við verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi skv. lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Lánastofnun með starfsleyfi skv. tilskipun 2013/36/ESB: Með tilvísunum í reglum þessum til lánastofnana með starfsleyfi skv. tilskipun 2013/36/ESB er átt við lánastofnanir með starfsleyfi skv. lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002.

Líftryggingafélag með starfsleyfi skv. tilskipun 2002/83/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til líftryggingafélaga með starfsleyfi skv. tilskipun 2002/83/EB er átt við líftryggingafélög með starfs­leyfi skv. lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Reikningsskil og reikningsskilastaðlar skv. reglugerð (EB) 1606/2002 og tilskipun 2006/43/EB: Með tilvísunum til reikningsskila og reikningsskilastaðla skv. reglugerð (EB) nr. 1606/2002 eða til­skipun 2006/43/EB er átt við reikningsskil og reikningsskilastaðla skv. lögum nr. 3/2006 um árs­reikninga.

Sérhæfður sjóður skv. tilskipun 2011/61/ESB: Með tilvísunum í reglum þessum til sérhæfðra sjóða skv. tilskipun 2011/61/ESB er átt við sérhæfða sjóði skv. lögum nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða.

Stofnun um starfstengdan lífeyri: Tilvísanir í reglum þessum til stofnana um starfstengdan líf­eyri í tilskipun 2003/41/EB er átt við starfstengda eftirlaunasjóði skv. lögum nr. 78/2007 um starfstengda eftirlaunasjóði.

Tilboðsgjafi skv. tilskipun 2004/25/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til tilboðsgjafa skv. tilskipun 2004/25/EB er átt við tilboðsgjafa skv. lögum nr. 108/2007 um yfirtökur.

Varanlegur miðill skv. tilskipun 2009/65/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til varanlegs miðils skv. tilskipun 2009/65/EB er átt við varanlegan miðil skv. lögum nr. 116/2021 um verðbréfa­sjóði.

Vátryggingafélag með starfsleyfi skv. tilskipun 2009/138/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til vátryggingafélaga með starfsleyfi skv. tilskipun 2009/138/EB er átt við vátryggingafélög með starfsleyfi skv. lögum nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

Verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi skv. tilskipun 2014/65/ESB: Með tilvísunum í reglum þessum til verðbréfafyrirtækja með starfsleyfi skv. tilskipun 2014/65/ESB er átt við verðbréfafyrirtæki með starfsleyfi skv. lögum nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.

Verðbréfasjóður skv. tilskipun 2009/65/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til verðbréfasjóða skv. tilskipun 2009/65/EB er átt við verðbréfasjóði skv. lögum nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.

Yfirvald skv. tilskipun 2004/25/EB: Með tilvísunum í reglum þessum til yfirvalds skv. tilskipun 2004/25/EB er átt við Seðlabanka Íslands, sbr. lög nr. 108/2007 um yfirtökur.

 

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar (ESB) sem birtar eru í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 83 frá 16. nóvember 2023, bls. 1-57 og 69-117, með þeim aðlögunum sem leiða af ákvörðun sameiginlegu EES-nefndar­innar nr. 386/2021 frá 10 desember 2021, sem birt er í viðauka við reglur þessar, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög um Evrópska efnahags­svæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/356 frá 13. desember 2018 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla sem tilgreina nánar upplýsingarnar sem skal veita viðskiptaskrám um fjármögnunarviðskipti með verðbréf.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/357 frá 13. desember 2018 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla um aðgang að upplýsingum í viðskiptaskrám um fjármögnunarviðskipti með verðbréf.
  3. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/358 frá 13. desember 2018 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla fyrir söfnun, sannprófun, samantekt, samanburð og útgáfu viðskipta­skráa á gögnum um fjármögnunarviðskipti með verðbréf.
  4. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/359 frá 13. desember 2018 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 2015/2365 að því er varðar tækni­lega eftirlitsstaðla sem tilgreina upplýsingarnar sem skulu vera í umsókninni um skráningu og framlengingu skráningar sem viðskiptaskrá.
  5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/363 frá 13. desember 2018 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar sniðmát og tíðni skýrslna um upplýsingar um fjármögnunarviðskipti með verðbréf til viðskiptaskráa í samræmi við reglugerð Evrópu­þingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 1247/2012 að því er varðar notkun á skýrslugjafarkóðum við skýrslugjöf um afleiðu­samninga.
  6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/364 frá 13. desember 2018 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar snið umsókna um skráningu og fram­lengingu skráningar viðskiptaskráa í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365.
  7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/365 frá 13. desember 2018 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar verklag og eyðublöð fyrir upplýsinga­skipti um viðurlög, ráðstafanir og rannsóknir í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365.

 

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru með heimild í 1.-3. og 6. tölulið 2. mgr. 17. gr. laga nr. 41/2023 um fjármögnunarviðskipti með verðbréf og 5. tölulið 2. mgr. 15. gr. laga nr. 15/2018 um afleiðu­viðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, öðlast gildi 1. janúar 2024.

 

Seðlabanka Íslands, 21 desember 2023.

 

  Ásgeir Jónsson Linda Kolbrún Björgvinsdóttir
  seðlabankastjóri. framkvæmdastjóri.

 

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 28. desember 2023