Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1231/2021

Nr. 1231/2021 19. október 2021

GJALDSKRÁ
fyrir þjónustu Ríkiskaupa.

1. gr.

Útboðs- og innkaupaþjónusta.

Gjald fyrir verkefni er fast og miðast við áhættumat verkefna. Grundvöllur áhættumats er eðli og flækjustig verkefna.

A. Verkefni með háa áhættu eru tíma- og kostnaðaráætluð sérstaklega.
B. Verkefni með meðal áhættu og ráðgjöf, fleiri en eina valforsendu eða vinna með öðrum ferlum en opið útboð.
  Fast verð B verkefna kr. 360.000 án vsk. pr. verkefni
C. Einföld verkefni – örútboð – opin útboð með verð valforsendur.
  Fast verð C verkefna kr. 190.000 án vsk. pr verkefni

Kaupendum er heimilt að biðja um tíma- og kostnaðaráætlun sérstaklega í öll verkefni. Kaup­endum og Ríkiskaupum er einnig heimilt að semja um þóknun sem byggð sé á hlutfalli af heildar­ávinningi verkefna og skal þá liggja fyrir áætlun og skriflegt samkomulag áður en verkefni hefjast.

Áætlun verkefna skal miða við eftirfarandi tímagjald:

Sérfræðingur 1 10.700 kr./klst.
Sérfræðingur 2-4 18.700 kr./klst.
Sviðsstjóri 21.800 kr./klst.

Auglýsingar og önnur aðkeypt þjónusta er ekki innifalin og greiðist sérstaklega samkvæmt reikningi.

 

2. gr.

Innflutningur.

Kostnaðarverð sendingar kr. Þjónustugjald
0 – 450.000 27.200 kr.
450.001 – 900.000 6%
900.001 – 3.000.000 4%
3.000.001 – 6.000.000 3%
6.000.001 – 11.000.000 2%
11.000.001 – 99.999.999 1,5%

 

3. gr.

Innlend vörukaup.

Þjónustugjald 3%. Lágmark kr. 6.200 (bætist við kostnaðarverð vöru).

 

4. gr.

Aðildargjald rammasamninga.

Opinberir aðilar sem falla ekki undir A-hluta, skulu undirrita umsókn um aðild að ramma­samningum Ríkiskaupa. Aðildargjald að rammasamningum skal taka mið af umfangi innkaupa á vöru og þjón­ustu hjá þeim opinbera aðila sem áskriftarsamningur er gerður við. Aðildargjaldið skal jafnframt endurspegla kostnað við undirbúning og rekstur rammasamninga.

Lágmarksgjald er kr. 200.000.

 

5. gr.

Sala fasteigna.

Söluverð fasteignar kr. Þjónustugjald  
0 – 60.000.000 1,95% Lágmark kr. 158.100
60.000.001 – 100.000.000 1,60%  
100.000.001 – 200.000.000 1,40%  
200.000.001 og yfir 1,20%  

Auglýsingar og önnur aðkeypt þjónusta er ekki innifalinn og greiðist sérstaklega samkvæmt reikn­ingi.

 

6. gr.

Kaup fasteigna.

Gjald innheimt samkvæmt tímagjaldi. Auglýsingar og önnur aðkeypt þjónusta greiðist sérstak­lega samkvæmt reikningi.

 

7. gr.

Kaup bifreiða.

Þjónustugjald

2,5%

 

 

8. gr.

Sala bifreiða.

Þjónustugjald

3%

Lágmark kr. 56.500

 

9. gr.

Sala véla og tækja.

Þjónustugjald

3%

Lágmark kr. 28.700

 

10. gr.

Sala notaðra muna.

Þjónustugjald

20%

Lágmark kr. 1.400

 

11. gr.

Lögfræðiþjónusta.

Gjald fyrir verkefni er innheimt samkvæmt tímaskráningu starfsmanna miðað við eftirfarandi tímagjald: Tímagjald lögfræðings 18.055 kr./klst. Tímagjald yfirlögfræðings 21.800 kr./klst.

Auglýsingar og önnur aðkeypt þjónusta er ekki innifalin og greiðist sérstaklega samkvæmt reikn­ingi.

 

12. gr.

Gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt 101. gr. laga nr. 120/2016, um opinber innkaup, og öðlast þegar gildi. Jafnframt er úr gildi felld eldri gjaldskrá sama efnis nr. 484/2018. Öll verð í gjaldskránni eru án virðisaukaskatts.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 19. október 2021.

 

F. h. r.

Sigurður H. Helgason.

Guðrún Birna Finnsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 2. nóvember 2021