Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 504/2011

Nr. 504/2011 5. maí 2011
SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Hornafirði, nr. 38/2011.

1. gr.

Við 6. gr. samþykktarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Eigendum sauðfjár er óheimilt að reka, sleppa eða flytja sauðfé úr Djúpavogshreppi eða stuðla að því með öðrum hætti að það gangi yfir í Sveitarfélagið Hornafjörð, nema með leyfi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Á sama hátt er sauðfjáreigendum óheimilt að reka, sleppa, flytja eða stuðla að því með öðrum hætti að sauðfé gangi úr Sveitarfélaginu Hornafirði yfir í Djúpavogshrepp án samþykkis bæjarstjórnar Sveitar­félagsins Hornafjarðar.

2. gr.

Samþykkt þessi, sem samþykkt er af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar við tvær umræður, staðfestist hér með skv. 5. gr. laga um búfjárhald o.fl., nr. 103/2002, með síðari breytingum, til þess að öðlast gildi við birtingu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 5. maí 2011.

F. h. r.

Óskar Páll Óskarsson.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.

B deild - Útgáfud.: 19. maí 2011