Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 797/2018

Nr. 797/2018 22. ágúst 2018

REGLUGERÐ
um (5.) breytingu á reglugerð nr. 451/2013 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar.

1. gr.

6. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Greiðsla kostnaðar vegna þjónustu tannlækna sem samið hefur verið um
skv. IV. kafla laga um sjúkratryggingar og fellur ekki undir
þjónustu tannlækna við börn, sbr. 5. gr.

Greiðslur til sjúkratryggðra samkvæmt þessum kafla skulu vera það hlutfall af gjaldskrá Sjúkra­trygginga Íslands sem hér segir:

 1. 100%: Vegna öryrkja og aldraðra sem eru langsjúkir og dveljast á sjúkrahúsum, hjúkrunar­heimilum eða hjúkrunarrýmum á öldrunarstofnunum, sbr. þó 8. gr. Auk þeirra vegna andlega þroskahamlaðra einstaklinga 18 ára og eldri, þó með þeim fyrirvara að áður en til fyrstu endurgreiðslu kemur þarf að sækja sérstaklega um hana. 
 2. 50%: Vegna annarra öryrkja og aldraðra, sbr. þó 8. gr. Sama rétt og aldraðir eiga þeir 60–66 ára sem njóta óskerts ellilífeyris frá Trygginga­stofnun ríkisins. 

2. gr.

Orðin „1. og 3.-4. tölul.“ í 8. gr. reglugerðarinnar falla brott.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 2. mgr. 20. gr., 1. mgr. 29. gr., 2. mgr. 38. gr. og 55. gr. laga um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. september 2018.

Velferðarráðuneytinu, 22. ágúst 2018.

Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra.

Guðrún Sigurjónsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 29. ágúst 2018