Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 32/2016

Nr. 32/2016 10. maí 2016

AUGLÝSING
um liti íslenska fánans.

Litir þjóðfána Íslendinga ákvarðast sem hér segir:

Litirnir skulu miðast við SCOTDIC-litakerfið (Standard Colour of Textile, – Dictionaire Internationale de la Couleur) þannig:

Heiðblái liturinn: SCOTDIC nr. 693009.
Mjallhvíti liturinn: SCOTDIC nr. 95.
Eldrauði liturinn: SCOTDIC ICELAND FLAG RED.

Við notkun eftirfarandi litakerfa fyrir prent- og skjámiðla skal miða við eftirfarandi litanúmer:

 1. Pantone-litakerfið:
  1. Heiðblái liturinn: Pantone nr. 287.
  2. Mjallhvíti liturinn: Án Pantone tilvísunar (opaque white).
  3. Eldrauði liturinn: Pantone nr. 199.
 2. CMYK-litakerfið:
  1. Heiðblái liturinn: CMYK nr. 100/75/2/18.
  2. Mjallhvíti liturinn: CMYK nr. 0/0/0/0.
  3. Eldrauði liturinn: CMYK nr. 0/100/72/0.
 3. RGB-litakerfið:
  1. Heiðblái liturinn: RGB nr. 2/82/156.
  2. Mjallhvíti liturinn: RGB nr. 255/255/255.
  3. Eldrauði liturinn: RGB nr. 220/30/53.
 4. HEX-litakerfið:
  1. Heiðblái liturinn: HEX nr. #02529C.
  2. Mjallhvíti liturinn: HEX nr. #FFFFFF.
  3. Eldrauði liturinn: HEX nr. #DC1E35.
 5. Avery-litakerfið:
  1. Heiðblái liturinn: Avery nr. 520.
  2. Mjallhvíti liturinn: Avery nr. 501.
  3. Eldrauði liturinn: Avery nr. 503.

Við notkun annarra litakerfa skal notast við þá liti sem samsvara best litum fánans samkvæmt SCOTDIC-litakerfinu, sbr. 1. mgr.

Nánari upplýsingar um fánalitina veitir forsætisráðuneytið og sendiráð Íslands erlendis.

Fáninn í réttum litum og hlutföllum skal vera til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands og hjá lögreglu­stjórum landsins.

Auglýsing þessi er sett samkvæmt 13. gr., sbr. 9. gr. laga nr. 34 17. júní 1944, um þjóðfána Íslendinga, og tekur þegar gildi. Við gildistöku hennar falla úr gildi eldri ákvæði um liti íslenska fánans, sbr. auglýsingu nr. 6/1991, um liti íslenska fánans.

Forsætisráðuneytinu, 10. maí 2016.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Arnljótsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 11. maí 2016