Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 11/2024

Nr. 11/2024 3. janúar 2024

GJALDSKRÁ
fyrir byggingarleyfis-, byggingarheimildar-, framkvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð.

1. gr.

Almenn ákvæði.

1.1 Við útgáfu byggingarleyfis, byggingarheimildar, framkvæmdaleyfis eða vegna annarrar þjón­ustu sem skipulags- og byggingarfulltrúi veitir, skal greiða þau gjöld sem gjaldskrá þessi kveður á um.
1.2 Tekjum sveitarfélagsins skv. gjaldskrá þessari skal varið til að standa undir hluta kostnaðar sveitarfélagsins vegna þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa við lóðarhafa og byggingar­aðila.

 

2. gr.

Byggingarleyfisgjald/byggingarheimildargjald.

Fyrir byggingarleyfi/-heimild.

2.1 Íbúðarhúsnæði:
  Neðangreind gjöld miðast við eina yfirferð aðaluppdrátta. Þá er innifalið í gjaldinu bygg­ingar­leyfis-/byggingarheimildargjald, gjald vegna útmælingar og hæðarsetningar, byggingar­eftirlits, lögbund­inna úttekta, fokheldisvottorðs og vottorðs vegna lokaúttektar.
  Einbýlishús   kr. 212.223
  Parhús, tvíbýlishús eða raðhús á einni hæð   kr. 178.716 pr. íbúð
  Raðhús á fleiri en einni hæð eða fjölbýlishús með þremur íbúðum   kr. 152.194 pr. íbúð
  Fjölbýlishús, tvær hæðir, með fjórum íbúðum eða fleiri   kr. 128.977 pr. íbúð
  Fjölbýlishús, þrjár hæðir og hærri með fjórum íbúðum eða fleiri   kr. 109.304 pr. íbúð
2.2 Atvinnu- og þjónustuhús og stofnanir:    
  Gjöld miðast við eina yfirferð aðaluppdrátta. Þá er innifalið byggingarleyfis-/byggingar­heimildargjald, gjald vegna útmælingar og hæðarsetningar, byggingareftirlits, lögbundinna úttekta, fokheldisvottorðs og vottorðs vegna lokaúttektar.    
  Atvinnu- og þjónustuhúsnæði, stofnanir, einnig sama húsnæði með íbúðum, gólfflötur allt að 500 m²   kr. 212.223
  Atvinnu- og þjónustuhúsnæði, stofnanir, einnig sama húsnæði með íbúðum, gólfflötur stærri en 500 m²   kr. 286.502
2.3 Ýmis hús og hvers konar viðbyggingar:    
  Gjöld miðast við eina yfirferð aðaluppdrátta. Þá er innifalið byggingarleyfis-/byggingr­heimildar­gjald, gjald vegna útmælingar og hæðarsetningar, byggingareftirlits, lögbundinna úttekta, fok­heldis­vottorðs og vottorðs vegna lokaúttektar.    
  Frístundahús stærri en 50 m²   kr. 212.223
  Smáhýsi allt að 10 m² (aukahús við frístunda- og íbúðarhús)   kr. 15.956
  Smáhýsi frá 10 m² að 25 m² (aukahús við frístunda- og íbúðar­hús)   kr. 53.056
  Frístundahús 25-50 m²   kr. 106.111
  Sólstofur, bílgeymslur og viðbyggingar allt að 20 m²   kr. 53.056
  Sólstofur, bílageymslur og viðbyggingar 20-100 m²   kr. 106.111
  Byggingarleyfisgjöld af viðbyggingum sem eru minni en 100 m²   kr. 106.111
  Byggingarleyfisgjöld af viðbyggingum sem eru stærri en 100 m² skulu vera þau sömu og byggingarleyfisgjöld af því húsnæði sem byggt er við.    
  Vélageymslur/korngeymslur allt að 300 m² (ef stærra en 300 m², gildir sama gjald og um væri að ræða atvinnuhúsnæði)   kr. 119.772
  Fjárhús, fjós og hesthús og/eða sambærileg hús allt að 300 m² (ef stærra en 300 m², gildir sama gjald og um væri að ræða atvinnu­húsnæði)   kr. 119.722
  Gróðurhús allt að 300 m² (ef stærra en 300 m², gildir sama gjald og um væri að ræða atvinnuhúsnæði)   kr. 119.722
  Gjald vegna húsa s.s. sumarhúsa sem flutt eru inn á svæði Dala­byggðar fullbúin og sett á tilbúnar undirstöður   kr. 106.111

 

3. gr.

Þjónustugjöld.

3.1 Vegna annarrar þjónustu sem skipulags- og byggingarfulltrúi veitir skal greiða gjöld sem hér segir.
  3.1.1 Afgreiðslugjald   kr. 14.521
  3.1.2 Endurskoðun aðaluppdrátta   kr. 18.271
  3.1.3 Breytt notkun á mannvirkjum   kr. 71.804
  3.1.4 Áfangaúttekt/stöðuúttekt, skýrsla   kr. 47.072
  3.1.5 Úttekt vegna meistaraskipta   kr. 47.072
  3.1.6 Úttekt vegna byggingarstjóraskipta   kr. 47.072
  3.1.7 Úttekt vegna rekstrarleyfis   kr. 47.072
  3.1.8 Húsaleiguúttektir á íbúðarhúsnæði   kr. 47.072
  3.1.9 Húsaleiguúttektir á atvinnuhúsnæði   kr. 47.072
  3.1.10 Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga, 1-5 fastanúmer í húsi   kr. 44.215
  3.1.11 Viðbót vegna eignaskiptayfirlýsingar, hvert fnr. > 5   kr. 6.062
  3.1.12 Tímabundin stöðuleyfi   kr. 28.722
  3.1.13 Staðfestingargjald vegna lóðarúthlutunar, óendurkræft   kr. 36.859
  3.1.14 Breyting og gerð á nýjum lóðarleigusamningi   kr. 52.337
  3.1.15 Breyting á hnitsettu lóðarblaði eða gerð nýs hnitsetts lóðarblaðs   kr. 28.722
  3.1.16 Aukaúttekt   kr. 16.595
  3.1.17 Aukamæling á útsetningu húss   kr. 81.378
  3.1.18 GPS mæling (4-6 punktar)   kr. 71.804
  3.1.19 Stofnun lóðar   kr. 47.072
  3.1.20 Niðurrif mannvirkja   kr. 14.521
   
  Útprentun á gögnum, teikningum eða öðrum tilheyrandi skjölum (svart/hvítt):
  A-4 = kr. 64
  A-3 = kr. 137
  Útprentun á deiliskipulagsuppdráttum o.fl. í lit:
  A-4 = kr. 239
  A-3 = kr. 400

 

4. gr.

Framkvæmdaleyfisgjald og gjald fyrir skipulagsvinnu.

4.1 Fyrir framkvæmdaleyfi og skipulagsvinnu ákveður sveitarstjórn gjald eftir umfangi fram­kvæmdar sem hér segir:    
  Að meginreglu skal sá sem óskar eftir nýju deiliskipulagi eða breytingu á gildandi aðal- eða deili­skipulagi greiða þann kostnað sem verkið hefur í för með sér.    
  Í því felst að umsækjandi greiðir kostnað vegna nýrra uppdrátta, breytinga á uppdráttum, auglýs­inga og kynninga vegna málsins.    
4.2 Umhverfis- og skipulagsnefnd getur ákveðið að falla frá gjaldtöku ef skipulagsvinna á vegum hennar er yfirstandandi eða fyrirhuguð á svæðinu eða skipulagsáætlun þarfnast breytinga af öðrum ástæðum, enda hafi það ekki í för með sér viðbótarkostnað fyrir sveitarfélagið.    
4.3 Ef kostnaður vegna vinnu skipulagsfulltrúa eða aðkeyptrar vinnu er verulega umfram viðmið­unargjald vegna umfangs verksins er heimilt að leggja á til viðbótar tímagjald skipulags- og bygg­ingarfulltrúa sem er 12.495 kr./klst. eða gjald skv. reikningi.    
  Kostnaður vegna skipulagsvinnu.    
4.4 Kostnaður vegna aðalskipulagsbreytinga:    
  Afgreiðslugjald   kr. 14.361
  Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 36. gr., skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald   kr./klst. 14.361
  Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 1. mgr. 36. gr.   kr. 430.829
  Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 36. gr.   kr. 288.236
4.5 Kostnaður vegna nýs deiliskipulags:    
  Afgreiðslugjald   kr. 14.521
  Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr., skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald   kr./klst. 14.361
  Umsýslu- og auglýsingakostnaður, sbr. 2. mgr. 38. gr.   kr. 191.480
4.6 Kostnaður vegna verulegra breytinga á deiliskipulagi:    
  Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 43. gr., skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald   kr./klst. 14.361
  Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna verulegra breytinga, sbr. 1. mgr. 43. gr.   kr. 191.480
4.7 Kostnaður vegna óverulegra breytinga á deiliskipulagi:    
  Breyting á deiliskipulagsuppdrætti, sbr. 2. mgr. 43. gr., skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald   kr./klst. 14.361
  Umsýslu- og auglýsingakostnaður vegna óverulegra breytinga, sbr. 2. mgr. 43. gr.   kr. 63.814
4.8 Kostnaður vegna grenndarkynningar:      
  Grenndarkynning   kr. 63.814
  Grenndarkynning, minniháttar   kr. 27.924
  Kostnaður vegna framkvæmdaleyfis.    
4.9 Skipulags- og byggingarfulltrúi áætlar fjölda áfangaúttekta við útgáfu framkvæmdaleyfis og leggur á gjöld vegna þeirra við útgáfu leyfisins.    
4.10 Framkvæmdaleyfisgjald skal ekki vera hærra en sem nemur kostnaði sveitarfélagsins við undir­búning leyfisins og eftirlit sem skylt er að framkvæma.    
4.11 Vegna aðkeyptrar vinnu við framkvæmdaleyfi sem nauðsynleg er vegna útgáfu þess skal inn­heimta sérstaklega samkvæmt reikningi hverju sinni.    
4.12 Þegar úrskurður um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000 er nauðsynlegur vegna framkvæmdar, telst kostnaður sveitarfélagsins vegna þeirrar vinnu hluti af útlögðum kostnaði þess við útgáfu framkvæmdaleyfisins.    
4.13 Fyrir framkvæmdaleyfi skal greiða gjöld sem hér segir:    
  Afgreiðslugjald   kr. 14.521
  Framkvæmdaleyfi - framkvæmdir skv. 1. og 2. viðauka um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald   kr./klst. 14.361
  Framkvæmdaleyfi - aðrar framkvæmdir, skv. útlögðum kostnaði, viðmiðunargjald   kr./klst. 14.361
  Eftirlit umfram eina ferð, sem er innifalin í framkvæmdaleyfis­gjaldi   kr. 14.521
  Umsýsla og yfirferð gagna   kr. 20.219
  Afgreiðslugjald vegna sérhverrar úttektar   kr. 14.521
  Áfangaúttekt   kr. 52.137

 

5. gr.

Gjalddagi, lögveð.

5.1 Gjalddagi afgreiðslugjalda er við afgreiðslu umsókna.
5.2 Gjalddagi leyfisgjalda er við útgáfu leyfis.
5.3 Gjalddagi þjónustugjalda er við afhendingu gagna eða veitingu leyfis.
5.4 Afgreiðslugjöld eru ekki endurkræf þótt umsókn sé synjað, byggingarleyfi/heimild falli úr gildi eða umsókn sé dregin til baka. Leyfis- og þjónustugjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru ekki endurkræf þótt ekki verði af framkvæmd. Þó skulu áætluð þjónustugjöld endurgreidd verði ekki af framkvæmdum á gildistíma byggingarleyfis/heimildar.
5.5 Heimilt er að gera skriflegan samning um greiðslur. Byggingar- og framkvæmda­leyfis­gjöldum fylgir lögveð í viðkomandi fasteign og gjaldfallin gjöld má innheimta með fjárnámi.

 

6. gr.

Verðlagsbreytingar.

Gjöld skv. gjaldskrá þessari miðast við byggingarvísitölu (grunnur 2009) í nóvember 2023 sem er 185,9 stig og breytist til samræmis við breytingar á vísitölunni.

 

7. gr.

Gildistaka o.fl.

7.1 Gjaldskrá þessi, sem er samþykkt í sveitarstjórn Dalabyggðar 7. desember 2023 er sett með heimild í 51. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 öðlast þegar gildi.
7.2 Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 246/2023 fyrir byggingarleyfis-, byggingarheimildar-, fram­kvæmda-, skipulags- og þjónustugjöld í Dalabyggð.

 

Dalabyggð, 3. janúar 2024.

 

Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 17. janúar 2024