Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1351/2021

Nr. 1351/2021 12. nóvember 2021

REGLUGERÐ
um hámarkslánshlutfall og hámarksfjárhæð HMS-veðbréfa.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um lánshlutfall og fjárhæðir HMS-veðbréfa, sem gefin eru út samkvæmt VI. kafla laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, um almenn lán til einstaklinga.

Um framkvæmd og nánari skilyrði lánveitinga Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar samkvæmt VI. kafla laga um húsnæðismál, um almenn lán til einstaklinga, gildir reglugerð um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf.

 

2. gr.

Lánshlutfall.

Lánveiting samkvæmt HMS-veðbréfi getur numið allt að 80% af matsverði íbúðar. Taka ber tillit til framar áhvílandi lána þannig að HMS-veðbréfið ásamt áhvílandi lánum framar í veðröð séu innan þessara marka.

 

3. gr.

Hámarksfjárhæð.

Hámarksfjárhæð HMS-veðbréfs bæði til kaupa á notaðri íbúð og vegna nýbygginga er 44.000.000 kr. Hámarksfjárhæð skv. 1. málsl. miðast við að veðbréfið hvíli á fyrsta veðrétti. Ella skulu upp­færð, framar áhvílandi lán koma til frádráttar hámarksfjárhæð.

 

4. gr.

Hámark lána vegna viðauka og til endurbóta.

Lán vegna viðauka og til endurbóta skv. VII. kafla reglugerðar um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, ásamt öllum uppfærðum lánum sem á undan hvíla, skal rúmast innan 80% af matsverði viðkomandi íbúðar.

Fjárhæð láns samkvæmt þessari grein og uppreiknaðra áhvílandi lána Húsnæðis- og mann­virkja­stofnunar, má samanlagt ekki nema hærri fjárhæð en 44.000.000 kr. Aukalán til einstaklinga með sérþarfir skerða ekki þetta hámark.

Útgefið HMS-veðbréf samkvæmt þessari grein skal að lágmarki nema 400.000 kr.

 

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 19. gr. og 29. gr. laga um húsnæðismál öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um lánshlutfall og fjárhæð ÍLS-veðbréfa, nr. 540/2006, með síðari breytingum.

 

Félagsmálaráðuneytinu, 12. nóvember 2021.

 

Ásmundur Einar Daðason.

Gissur Pétursson.


B deild - Útgáfud.: 30. nóvember 2021