Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 98/2020

Nr. 98/2020 28. janúar 2020

AUGLÝSING
um deiliskipulag á Keflavíkurflugvelli.

Utanríkisráðuneytið samþykkti þann 4. nóvember 2019 deiliskipulag öryggissvæðis á Kefla­víkur­flugvelli. Landhelgisgæsla Íslands fer með umráð yfir því svæði á Keflavíkur­flugvelli í umboði utanríkisráðuneytisins. Deiliskipulagið er unnið í samræmi við aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2013–2030.
Deiliskipulagið fjallar m.a. um afmörkun nýrra svæða fyrir starfsemi innan svæðisins s.s. svæði fyrir skammtíma gistiaðstöðu, efnisvinnslusvæði, gistisvæði, geymslusvæði og aðra landnotkun og starfsemi. Deiliskipulagssvæðið er um 760 ha að stærð og afmarkast samkvæmt auglýsingu nr. 720/2015 um landfræðileg mörk öryggis- og varnarsvæða. Svæðið liggur að landsvæðum sem eru innan sveitarfélagamarka Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Mörk meginsvæðis til austurs og að hluta til suðurs eru að landi innan Reykjanesbæjar, til norðurs að svæði Isavia (svæði A) á Kefla­víkurflugvelli og til vesturs og suðurs að landi innan Suðurnesjabæjar.
Gerðar voru breytingar á deiliskipulagstillögunni í kjölfar innsendra ábendinga og athugasemda og liggja ábendingar og svör við þeim í viðauka 2 við greinargerð deiliskipulagsins. Helstu breyt­ingar varða: skipulagsreglur Keflavíkurflugvallar (kafli 3.2), texta um svæði fyrir hættulegan farm (kafli 4.1.2), texta um frágang er tímabundin mannvirki hafa verið fjarlægð, aðstöðu fyrir sorp við gisti­aðstöðu og vindáhrif bygginga.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi. Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða utanríkis­ráðuneytisins hér með auglýst.
Nánari upplýsingar um deiliskipulagið er hægt að fá hjá skipulagsfulltrúa öryggis- og varnar­svæða ([email protected]).
Hægt er að kæra samþykkt skipulagsins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kæru­frestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnar­tíðinda þann 11. febrúar 2020.

 

Keflavíkurflugvelli, 28. janúar 2020.

F.h. utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslu Íslands,

Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúi varnar- og öryggissvæða.


B deild - Útgáfud.: 11. febrúar 2020