Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 13/2020

Nr. 13/2020 3. mars 2020

LÖG
um breytingu á lyfjalögum, nr. 93/1994, með síðari breytingum (bann við útflutningi lyfja).

Handhafar valds forseta Íslands
   samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru:

 

1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

    Til 31. desember 2020 er Lyfjastofnun heimilt að leggja bann við því að lyfjaheildsalar og mark­aðs­leyfishafar selji eða flytji tilteknar birgðir lyfs úr landi þegar fyrirséð er að slíkur útflutn­ingur geti haft þau áhrif á framboð lyfsins hér á landi að það ógni lífi og heilsu manna eða dýra.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

 

Gjört í Reykjavík, 3. mars 2020.

 

Katrín Jakobsdóttir. Steingrímur J. Sigfússon. Þorgeir Örlygsson.
  (L. S.)  

Svandís Svavarsdóttir.


A deild - Útgáfud.: 3. mars 2020