Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 917/2022

Nr. 917/2022 10. ágúst 2022

REGLUGERÐ
um eftirlit með velferð dýra við veiðar á hvölum.

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að stuðla að velferð dýra með því að viðhafa reglubundið eftirlit með velferð dýra við veiðar á hvölum þannig að veiðar valdi dýrunum sem minnstum sárs­auka og aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma.

 

2. gr.

Reglubundið eftirlit með veiðum hvala.

Matvælastofnun skal hafa reglubundið eftirlit með því að farið sé að lögum um velferð dýra við veiðar á hvölum, m.a. með eftirlitsferðum við veiðar, myndbandsupptökum veiðiaðferða og skrán­ingu þeirra aðgerða við veiðar sem varða velferð dýra. Öllum gögnum sem eftirlitsmenn afla við störf sín skal koma til eftirlitsdýralæknis í lok hverrar athugunar.

Matvælastofnun er heimilt að fela Fiskistofu, skv. samningi, öflun gagna vegna eftirlits sam­kvæmt 1. mgr.

 

3. gr.

Gjaldtaka.

Matvælastofnun tekur gjald samkvæmt gjaldskrá sem svarar þeim kostnaði sem fellur til við eftirlit skv. 2. gr.

 

4. gr.

Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 13. gr., 33. gr. og 46. gr., sbr. 1., 4. og 27. gr. laga nr. 55/2013, um velferð dýra, öðlast þegar gildi.

 

Matvælaráðuneytinu, 10. ágúst 2022.

 

Svandís Svavarsdóttir.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 11. ágúst 2022