Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 120/2019

Nr. 120/2019 18. janúar 2019

REGLUR
um tæknilega framkvæmdarstaðla er varða samræmdar forsendur staðalreglunnar við útreikning gjaldþolskröfu vátryggingafélaga.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um starfsemi innlendra vátryggingafélaga og starfsemi erlendra vátrygginga­félaga hér á landi, sbr. 2. og 3. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi.

2. gr.

Samræmdar útreikningsforsendur staðalreglunnar.

Samkvæmt 96. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi skal gjaldþolskrafa annaðhvort reiknuð eftir staðalreglu eða eigin líkani í samræmi við XVI. kafla laganna. Til að tryggja sam­ræmdar forsendur staðalreglunnar við útreikning gjaldþolskröfu vátryggingafélaga gefur Fjár­mála­eftirlitið út reglur sem byggjast á tæknilegum framkvæmdarstöðlum Evrópsku vátrygginga- og lífeyris­eftirlitsstofnunarinnar (EIOPA).

3. gr.

Innleiðing reglugerða.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2011 frá 11. nóvember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar skrár yfir héraðsstjórnir og staðaryfirvöld, en fara skal með áhættuskuldbindingar þeirra sem áhættu­skuldbind­ingar gagnvart ríkjum í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2011 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 18-19.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2016 frá 11. nóvember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar hluta­bréfa­vísitölu sem notuð er vegna samhverfrar aðlögunar við útreikning gjaldþolskröfu með staðal­reglu vegna hlutabréfaáhættu í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2016 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 91-93.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2017 frá 11. nóvember 2015 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar aðlög­uðu stuðlana til að reikna út gjaldþolskröfu fyrir gjaldmiðlaáhættu vegna gjaldmiðla sem bundnir eru við evru í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB. Fram­kvæmdar­reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/2017 er birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 94-95.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1800 frá 11. október 2016 um tæknilega framkvæmdarstaðla að því er varðar röðun lánshæfismats utanaðkomandi lánshæfismatsfyrirtækja á hlutlægan kvarða lánshæfisþrepa í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB. Framkvæmdarreglugerð fram­kvæmda­stjórnarinnar (ESB) 2016/1800 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópu­sambands­ins nr. 29 frá 3. maí 2018, bls. 425-432.

Með reglum þessum öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/633 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/1800 um tæknilega fram­kvæmdar­staðla að því er varðar röðun lánshæfismats utanaðkomandi lánshæfismatsfyrirtækja á hlut­lægan kvarða lánshæfisþrepa í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/138/EB. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2018/633 er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 72 frá 8. nóvember 2018, bls. 161-168.

4. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 1. og 2. mgr. 101. gr. laga nr. 100/2016 um vátrygg­inga­starfsemi. Reglurnar öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi reglur um tæknilega fram­kvæmdar­staðla er varða samræmdar útreikningsforsendur staðalreglunnar nr. 689/2018.

Fjármálaeftirlitinu, 18. janúar 2019.

Jón Þór Sturluson.

Anna Mjöll Karlsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 1. febrúar 2019