Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 583/2022

Nr. 583/2022 5. maí 2022

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 926/2015 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði.

1. gr.

Við 4. gr. reglugerðarinnar bætast nýir stafliðir, svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/1383 frá 8. júlí 2019 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar öryggisstjórn­unar­kerfi fyrirtækja sem annast stjórnun á áframhaldandi lofthæfi og tilslakanir fyrir loftför í almanna­flugi að því er varðar viðhald og stjórnun á áframhaldandi lofthæfi.
  2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/270 frá 25. febrúar 2020 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar umbreytingarráðstafanir fyrir fyrir­tæki sem annast áframhaldandi lofthæfi fyrir almannaflug ásamt stjórnun á áfram­hald­andi lofthæfi og um leiðréttingu á þeirri reglugerð.
  3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1159 frá 5. ágúst 2020 um breytingu á reglugerðum (ESB) nr. 1321/2014 og (ESB) 2015/640 að því er varðar inn­leiðingu nýrra viðbótarlofthæfikrafna.
  4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/700 frá 26. mars 2021 um breytingu og leiðréttingu á reglugerð (ESB) nr. 1321/2014 að því er varðar viðhaldsgögn og ísetningu tiltekinna loftfarsíhluta meðan á viðhaldi stendur.

 

2. gr.

Framkvæmdarreglugerðir (ESB) 2019/1383, (ESB) 2020/270, (ESB) 2020/1159 og (ESB) 2021/700, sem nefndar eru í 1. gr., eru birtar sem fylgiskjöl við reglugerð þessa.

 

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. mgr. 28. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.

 

Innviðaráðuneytinu, 5. maí 2022.

 

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

 

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 19. maí 2022