Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 134/2018

Nr. 134/2018 5. febrúar 2018

AUGLÝSING
um samþykkt á nýju deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt nýja deiliskipulagsáætlun sem hér segir:

Víkingaveröld á Langahrygg í landi Selholts.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir Víkingaveröld sem gefur innsýn í það umhverfi sem menn bjuggu við á þjóðveldisöld (11. og 12. öld). Á lóðinni er gert ráð fyrir að rísi m.a. þjóðveldisbær, smiðja, stafkirkja, fjós og þingbúðir og ýmis konar önnur mannvirki, allt í fornum stíl.

Ofangreind ný deiliskipulagsáætlun hefur hlotið meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 5. febrúar 2018,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 6. febrúar 2018