Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 132/2021

Nr. 132/2021 30. desember 2021

LÖG
um breytingu á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003 (samsköttun).

Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

 

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 55. gr. laganna:

  1. Í stað 2. málsl. 1. mgr. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Sama gildir um innlend dótturfélög, sbr. 1. tölul. 1. mgr. 2. gr., og fastar starfsstöðvar, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 3. gr., hlutafélaga og einkahlutafélaga sem skráð eru í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins eða í Færeyjum. Þá geta innlend dótturfélög undir eignarhaldi samstæðufélaga í öðrum aðildarríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu eða í Færeyjum notið samsköttunar og skal þá tekjuskattur af sameiginlegum tekjuskattsstofni hinna innlendu félaga, sbr. 3. mgr., lagður á eitt þeirra. Heimildir skv. 2. og 3. málsl. eiga aðeins við ef sýnt er fram á að öll skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt.
  2. 5. mgr. orðast svo:
        Innlendu móðurfélagi er heimilt að óska eftir takmarkaðri samsköttun með dótturfélögum sínum skráðum í einu aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins eða í Færeyjum, enda séu öll skilyrði samsköttunar uppfyllt að öðru leyti. Í takmarkaðri samsköttun felst að heimilt er að nýta rekstrartap dótturfélags sem myndast frá upphafi samsköttunar á því ári sem félagi er slitið og tap telst sannanlega ónýtanlegt. Skilyrði nýtingar taps er að sýnt sé fram á að um raunverulega atvinnustarfsemi hafi verið að ræða, að samstæðan hafi hætt starfsemi í erlenda ríkinu og ekki hafi verið unnt að jafna tapið á fyrri árum innan samstæðunnar samkvæmt þarlendum lögum og íslenskum lögum miðað við að um íslensk félög hafi verið að ræða. Tap skal reikna út samkvæmt íslenskum lögum og telst ekki frádráttarbært umfram það sem heimilast við ákvörðun á tekjuskattsstofni skv. 2. tölul. 61. gr. Umsókn um takmarkaða samsköttun skal beint til ríkisskattstjóra innan sex mánaða frá lokum rekstrarárs samstæðunnar sem óskað er eftir að verði upphafsár takmarkaðrar samsköttunar.

 

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2022 og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda árið 2023 vegna tekna ársins 2022 og eigna í lok þess árs.

 

Gjört á Bessastöðum, 30. desember 2021.

 

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

.


A deild - Útgáfud.: 30. desember 2021