Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 740/2018

Nr. 740/2018 23. júlí 2018

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar, nr. 45/2008, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað „2.000.000" kemur: 3.600.000.
  2. Í stað „3.000.000" kemur: 5.400.000.
  3. Í stað „250.000" kemur: 400.000.
  4. Við málsgreinina bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Framangreindar fjárhæðir taka breytingum miðað við vísitölu neysluverðs 1. janúar ár hvert.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 3. málsl. 2. mgr. 125. gr. og 1. mgr. 126. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 7. gr. laga nr. 72/2012, öðlast gildi 1. ágúst 2018. Um umsóknir um gjafsókn sem borist hafa fyrir það tímamark en ekki hafa verið afgreiddar skal fara eftir reglugerð þessari.

Dómsmálaráðuneytinu, 23. júlí 2018.

Sigríður Á. Andersen.

Haukur Guðmundsson.


B deild - Útgáfud.: 31. júlí 2018