Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 10/2024

Nr. 10/2024 3. janúar 2024

REGLUGERÐ
um flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar.

1. gr.

Ákvæði eftirtalinna reglugerða, sem voru teknar upp í EES-samninginn með ákvörðunum sam­eigin­legu EES-nefndarinnar nr. 218/2022 frá 8. júlí 2022 og nr. 160/2023 frá 13. júní 2023, skulu gilda hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af bókun 1 um altæka aðlögun við EES-samn­inginn, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:

  1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2139 frá 4. júní 2021 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/852 með því að fastsetja tækni­leg matsviðmið til að ákvarða við hvaða skilyrði atvinnustarfsemi telst stuðla verulega að mót­vægi við loftslagsbreytingar eða aðlögun að loftslagsbreytingum og til að ákvarða hvort þessi atvinnustarfsemi veldur umtalsverðu tjóni á einhverjum öðrum almennum umhverfis­mark­miðum, sem er birt á bls. 45 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 37 frá 11. maí 2023, með breytingum skv.:
    1. 1. gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1214 frá 9. mars 2022 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2021/2139 að því er varðar atvinnu­starfsemi tiltekinna orkugeira og framseldri reglugerð (ESB) 2021/2178 að því er varðar sérstaka opinbera birtingu upplýsinga fyrir þessa atvinnustarfsemi, sem er birt á bls. 115 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 92 frá 20. desember 2023.
  2. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/2178 frá 6. júlí 2021 um við­bætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/852 með því að tilgreina inni­hald og framsetningu upplýsinga sem fyrirtæki eiga að birta skv. 19. gr. a eða 29. gr. a í tilskipun 2013/34/ESB varðandi umhverfislega sjálfbæra atvinnustarfsemi og tilgreina aðferða­fræðina við að fara að þessari birtingarskyldu, sem er birt á bls. 10 í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 45 frá 15. júní 2023, með breytingum skv.:
    1. 2. gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/1214 frá 9. mars 2022 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2021/2139 að því er varðar atvinnu­starfsemi tiltekinna orkugeira og framseldri reglugerð (ESB) 2021/2178 að því er varðar sérstaka opinbera birtingu upplýsinga fyrir þessa atvinnustarfsemi, sem er birt á bls. 115 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 92 frá 20. desember 2023.

 

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 8. gr. laga um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar, nr. 25/2023, öðlast þegar gildi. Um leið falla úr gildi reglugerð um tæknileg matsviðmið til að ákvarða við hvaða skilyrði atvinnu­starfsemi telst stuðla verulega að mótvægi við loftslagsbreytingar eða aðlögun að loftslags­breytingum og til að ákvarða hvort þessi atvinnustarfsemi veldur umtalsverðu tjóni á einhverjum öðrum almennum umhverfismarkmiðum, nr. 590/2023, og reglugerð um innihald og framsetningu upplýsinga sem fyrirtæki eiga að birta samkvæmt tilskipun 2013/34/ESB varðandi umhverfislega sjálfbæra atvinnu­starfsemi og tilgreinir aðferðafræðina við að fara að þessari birtingarskyldu, nr. 644/2023.

 

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 3. janúar 2024.

 

F. h. r.

Guðrún Þorleifsdóttir.

Gunnlaugur Helgason.


B deild - Útgáfud.: 17. janúar 2024