1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir stafliðir, k- og l-liður, sem verða svohljóðandi:
|
k) |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/172 frá 1. febrúar 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar vinnslubreytur fyrir ummyndun aukaafurða úr dýrum í lífgas eða moltu, skilyrði fyrir innflutningi á gæludýrafóðri og fyrir útflutningi á unnum húsdýraáburði. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 155/2017, frá 22. september 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 67, frá 19. október 2017, bls. 71. |
|
l) |
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/786 frá 8. maí 2017 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 142/2011 að því er varðar skilgreiningar á fiskimjöli og fiskilýsi. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 155/2017, frá 22. september 2017. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 67, frá 19. október 2017, bls. 429. |
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 13. og 29. gr. a laga nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, 7. gr. laga nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og 17. gr. a laga nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, öll með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 20. nóvember 2017.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Ólafur Friðriksson.
Iðunn Guðjónsdóttir.
|