Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 659/2016

Nr. 659/2016 18. júlí 2016

AUGLÝSING
um stöðvun strandveiða á svæði B, frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps.

1. gr.

Frá og með 20. júlí 2016 til og með 31. júlí 2016 eru strandveiðar bannaðar á svæði B, frá Stranda­byggð til Grýtubakkahrepps, sbr. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 337/2016, um strandveiðar fiskveiði­árið 2015/2016.

2. gr.

Auglýsing þessi er gefin út með stoð í 2. mgr. 6. gr. a laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, sbr. a. lið 2. gr. laga nr. 82/2013, um breytingu á þeim lögum, til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Fiskistofu, 18. júlí 2016.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir,
sviðsstjóri veiðieftirlitssviðs.

Gunnar Hallgrímur Sigurðsson.


B deild - Útgáfud.: 18. júlí 2016