Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1706/2021

Nr. 1706/2021 9. desember 2021

GJALDSKRÁ
fyrir söfnunarstöð sorps á Höfn í Sveitarfélaginu Hornafirði.

1. gr.

Almennt.

Sveitarfélagið Hornafjörður innheimtir gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs í samræmi við 11. gr. samþykktar um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Hornafirði nr. 236/2018.

 

2. gr.

Gjöld fyrir förgun úrgangs.

Gjaldskráin skal vera með eftirfarandi hætti, án virðisaukaskatts:

Óendurvinnanlegur og almennur úrgangur 33 kr. kg.
Blandaður og óflokkaður úrgangur 33 kr. kg.
Til viðbótar bætist kostnaður vegna flokkunar 6.897 kr. klst.
Lágmarksgjald er 3.025 kr.
Skólp og seyra 12 kr. kg.
Lífrænn úrgangur í urðun 33 kr. kg.
Lífrænn úrgangur í moltu 21 kr. kg.

Fyrir spilliefni, mengaðan úrgang o.þ.h. sem úrvinnslugjald er ekki lagt á, skal greiða sam­kvæmt eyðingarkostnaði hverju sinni.

Íbúar greiða eftir rúmmáli, eitt klipp af klippikorti sem húseigendur fá afhent samsvarar 0,25 m³ eða allt að 25 kg. Eitt klippikort gildir fyrir 4 m3 af úrgangi eða allt að 400 kg. Auka­klippikort kosta 13.200 kr. stk.

Rekstraraðilar greiða fyrir losun samkvæmt ofangreindu kílóagjaldi fyrir losun á úrgangi í eftirfarandi flokkum.

Flokkur Gjaldskylt frá heimilum Gjaldskylt frá rekstraraðilum
Almennur heimilisúrgangur og skyldur úrgangur
Almennur rekstrarúrgangur á ekki við
Blandaður úrgangur
Grófur óflokkaður úrgangur sem þarfnast flokkunar
Óflokkaður úrgangur
Grófur úrgangur frá framkvæmdum
Bólstruð húsgögn, dýnur o.þ.h. óendurnýtanlegt
Bílrúður
Steinefni frá framkvæmdum
Vörubretti, kassar og sambærilegt
Timbur
Timbur, málað
Húsgögn, ekki ljósmáluð og plasthúðuð nei
Garðaúrgangur nei nei
Gras, trjágreinar nei nei
Hey frá dýrahaldi nei nei
Jarðvegur nei nei
Blanda af pappír og umbúðum úr sléttum bylgjupappa nei nei
Plastumbúðir og annað plast nei nei
Gifsplötur frá framkvæmdum
Flísar og postulín
Gler nei
Hjólbarðar nei nei
Kapalkerfi nei
Sóttmengað
Málmar nei nei
Spilliefni sem bera úrvinnslugjald nei nei
Raftæki af öllum gerðum s.s. þvottavélar, þurrkarar, eldavélar, örbylgjuofnar, tölvur, sjónvörp o.þ.h. nei nei
Heyrúlluplast (rúlluplast ) nei nei
Rafhlöður, rafgeymar nei nei

 

3. gr.

Aðfararheimild.

Verði vanskil á greiðslu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari er hægt að innheimta gjöld með aðför sbr. 4. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 1. gr. laga nr. 90/1989 um aðför.

 

4. gr.

Lagaheimild og gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 23. gr. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 og 10. gr. reglugerðar um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003 og öðlast gildi við birtingu.

Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1308/2019.

 

Samþykkt í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar, 9. desember 2021.

 

Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri.


B deild - Útgáfud.: 7. janúar 2022