Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 653/2017

Nr. 653/2017 30. júní 2017

REGLUGERЭ
um breytingu á reglugerð nr. 125/2016 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð er varðar flugrekstur flugrekenda frá þriðja landi.

1. gr.

4. gr. reglugerðarinnar breytist og orðast svo:

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirfarandi reglugerðir framkvæmdastjórnar Evrópu­sambandsins með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka EES-samnings­ins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 452/2014 frá 29. apríl 2014 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugrekstur frá þriðja landi samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 28/2015 frá 25. febrúar 2015 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, nr. 16 frá 19. mars 2015, bls. 301.
  2. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1158 frá 15. júlí 2016 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 452/2014 að því er varðar niðurfellingu sniðmáta fyrir heimildir sem gefnar eru út til flugrekenda frá þriðja landi og tilheyrandi forskrifta, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 246/2016 frá 2. desember 2016. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 10 frá 16. febrúar 2017, bls. 222.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 146. gr., sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 30. júní 2017.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Gunnar Örn Indriðason.


B deild - Útgáfud.: 17. júlí 2017