Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 257/2014

Nr. 257/2014 18. febrúar 2014
GJALDSKRÁ
fyrir mat umsóknar um heimild heilbrigðisstarfsmanns til að gegna starfi hér á landi.

1. gr.

Gjald vegna umsóknar heilbrigðisstarfsmanns um starfsleyfi og sérfræðileyfi
frá EES-ríki, Sviss eða ríki sem íslenska ríkið hefur samið við
um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Umsækjandi um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 26/2010 um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, frá aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins, Sviss eða frá ríki þar sem samið hefur verið um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, skal greiða embætti landlæknis gjald skv. 3. mgr. 8. gr. laga um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi, nr. 26/2010, sbr. 34. gr. reglugerðar, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðum EES-ríkjum, nr. 461/2011.

Gjaldið skal vera skv. 3. gr.

2. gr.

Gjald vegna umsóknar heilbrigðisstarfsmanns um starfsleyfi og sérfræðileyfi frá ríki
sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi.

Umsækjandi um starfsleyfi og sérfræðileyfi samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn, nr. 34/2012, sem lokið hefur námi í ríki sem íslenska ríkið hefur ekki samið við um viður­kenningu á faglegri menntun og hæfi, skal greiða embætti landlæknis gjald skv. 31. gr. laganna.

Gjaldið skal vera skv. 3. gr.

3. gr.

Gjald.

Gjaldið skv. 2. mgr. skal standa undir kostnaði við mat umsagnaraðila á umsókn heil­brigðis­starfsmanns, yfirferð og mat gagna og aðra umsýslu.

Gjaldið skal vera sem hér segir:

 

a.

Vegna mats umsóknar um starfsleyfi eða sérfræði­leyfi á grundvelli menntunar á háskólastigi:


Kr. 50.000

 

b.

Vegna mats umsóknar um starfsleyfi á grundvelli mennt­unar á framhaldsskólastigi:


Kr. 25.000

Landlækni er heimilt að innheimta gjaldið áður en umsókn er tekin til efnislegrar með­ferðar og gögn send til umsagnaraðila.

Kjósi umsækjandi að draga umsókn sína til baka eða fyrir liggur synjun um útgáfu starfs­leyfis eða sérfræðileyfis er framangreint gjald óafturkræft.

Reikningur skal gefinn út við móttöku umsóknar.

4. gr.

Gjaldtaka vegna útgáfu leyfis.

Um gjaldtöku vegna útgáfu starfsleyfa og sérfræðileyfa fer skv. 10. gr. laga um auka­tekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

5. gr.

Gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 3. mgr. 8. gr. laga um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til að starfa hér á landi, nr. 26/2010, og 31. gr. laga um heil­brigðis­starfsmenn nr. 34/2012 og öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 18. febrúar 2014.

Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra.

Margrét Björnsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 13. mars 2014