Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1112/2023

Nr. 1112/2023 9. október 2023

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Aftan við 2. málsl. 17. gr. reglnanna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Þessi regla skal þó aldrei leiða til þess að fulltrúar stúdenta verði fleiri en fjórðungur þeirra fulltrúa starfsmanna sem með atkvæðisrétt fara á deildarfundi.

 

2. gr.

2. málsl. 21. gr. reglnanna orðast svo: Um fjölda og val á fulltrúum stúdenta fer eftir sömu reglum og gilda um fjölda og val á fulltrúum stúdenta á deildarfundi, sbr. 17. gr.

 

3. gr.

Á eftir 3. mgr. 123. gr. reglnanna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild er skipað í þrjár námsbrautir, sbr. ákvæði 21. gr. þessara reglna; námsbraut í iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræði.

 

4. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.

 

Háskóla Íslands, 9. október 2023.

 

Jón Atli Benediktsson.

Þórður Kristinsson.


B deild - Útgáfud.: 24. október 2023