Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 393/2016

Nr. 393/2016 11. maí 2016

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi íbúðarhverfis í Leirvogstungu og athafnasvæði við Desjamýri eftir málsmeðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Leirvogstunga, stækkun til austurs.
Breytingin felst í því að bætt er við nýrri götu og lóðum austan við Kvíslartungu þar sem verða tveggja hæða parhús og tvö einnar hæðar einbýlishús austan götunnar, en einnar hæðar rað- og parhús vestan hennar, næst lóðum við Kvíslartungu. Alls fjölgun um 38 íbúðir. Breytingin var samþykkt í bæjarstjórn 3. febrúar 2016.

Desjamýri 5.
Breytingar eru til þess gerðar að nýta megi lóðina alfarið undir geymsluhúsnæði á einni hæð í litlum einingum. Byggingarreit og skipulagsskilmálum fyrir lóðina er breytt í þessu skyni og leyfilegt byggingarmagn aukið lítillega, þ.e. að hámarksnýtingarhlutfall verði 0,42. Samþykkt í bæjarstjórn 13. apríl 2016.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið tilskilda meðferð samkvæmt skipulagslögum og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 11. maí 2016,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 13. maí 2016