Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 437/2021

Nr. 437/2021 23. apríl 2021

AUGLÝSING
um ráðstafanir vegna námsmats við Háskólann á Akureyri á vormisseri 2021.

Þrátt fyrir ákvæði reglna um námsmat fyrir Háskólann á Akureyri nr. 921/2018 gildir eftir­farandi bókun háskólaráðs á vor­misseri 2021:

  1. Ekki verður innheimt próftökugjald fyrir endurtökupróf í endurtökuprófatíð á vormisseri 2021.
  2. Nemendur sem staðist hafa námsmat í námskeiði á vormisseri 2021 geta óskað eftir því að fá birtri lokaeinkunn breytt í „Staðið“ í stað einkunnar í tölustöfum á námsferli.

 

Auglýsing þessi, sem háskólaráð hefur samþykkt, er birt með stoð í lögum nr. 85/2008 um opin­bera háskóla og taka ákvæði hennar þegar gildi.

 

Háskólanum á Akureyri, 23. apríl 2021.

 

Eyjólfur Guðmundsson rektor.


B deild - Útgáfud.: 23. apríl 2021