Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 324/2020

Nr. 324/2020 7. apríl 2020

REGLUR
um eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki.

1. gr.

Gildissvið.

Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem skylt er að viðhalda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis samkvæmt 86. gr. c laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

 

2. gr.

Gildi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki.

Fjármálafyrirtæki sem fjármálastöðugleikanefnd ákveður að teljist kerfislega mikilvæg, á grund­velli d-liðar 1. mgr. 13. gr. laga um Seðlabanka Íslands, nr. 92/2019, skulu viðhalda sérstökum eiginfjárauka. Eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki skal nema 2% af áhættu­grunni, vegna allra áhættuskuldbindinga. Eiginfjáraukanum skal einnig viðhaldið á samstæðu­grunni.

 

3. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru á grundvelli 1. mgr. 86. gr. c laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, hafa verið samþykktar af fjármálastöðugleikanefnd og öðlast þegar gildi.

 

Seðlabanka Íslands, 7. apríl 2020.

 

  Ásgeir Jónsson Rannveig Júníusdóttir
  seðlabankastjóri. framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 8. apríl 2020